Aflögunarmælingar í ísgöngum í Langjökli bornar saman við líkön Van Der Veen og Nye með næmnigreiningu

Aflögun jökulíss er háð mörgum þáttum sem erfitt getur verið að mæla. Í u.þ.b. 1250 metra hæð í Langjökli hefur verið komið fyrir 500 metra löngum, manngerðum ísgöngum. Ísgöngin í Langjökli veita einstakt tækifæri til þess að kanna eðliseiginleika jökulíss undir yfirborði. Ekki er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sif Pétursdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21694
Description
Summary:Aflögun jökulíss er háð mörgum þáttum sem erfitt getur verið að mæla. Í u.þ.b. 1250 metra hæð í Langjökli hefur verið komið fyrir 500 metra löngum, manngerðum ísgöngum. Ísgöngin í Langjökli veita einstakt tækifæri til þess að kanna eðliseiginleika jökulíss undir yfirborði. Ekki er það aðeins frábært tækifæri heldur er einnig mikilvægt að þekkja þessa eðliseiginleika, svo að hægt sé að spá fyrir framtíðar endingu ísganganna. En það er vel þekkt að ís hagar sér líkt og þykkur seigur vökvi sem með tímanum aflagast undir stöðugri spennu. Með beinum mælingum er athugað með hvaða hraða hnig á sér stað í göngunum yfir tímabilið 17. febrúar til 12. apríl. Með aflögunarlíkönum Van Der Veen og Nye reynum við að spá fyrir um komandi hnig. Framkvæmd er næmnigreining svo að hægt sé að ákvarða þær breytur sem hafa áhrif á hnig íssins. Ekki fengust nægilegar nákvæmar niðurstöður til þess að hægt væri að spá vel fyrir um langtíma hnig ganganna. En líklega þarf að gera ítarlegri mælingar yfir lengri tíma. Þar sem eðlismassi, þykkt og aflögun eru skoðuð með tiliti til tíma, svo hægt sé að spá fyrir framtíðar endingu ganganna. Deformation in glacial ice is dependent on many variables that can be hard measure. A 500 meter man-made ice tunnel has been constructed in 1250 meter altitude in Langjökull glacier, Iceland. The ice tunnels gives us a rare opportunity to observe physical characteristics of glacial ice under low stresses. It is not only a rare opportunity, it is also important to know these physical characteristics. To be able to predict the durability of the tunnels. It is well know that glacial ice behaves as a thick viscous fluid that slowly and continuously deforms under an applied stress. With deformation measurements over a period from 17th of February to 12th of April the velocity of deformation is observed inside the tunnels. We compare these velocities with deformation models from Van Der Veen and Nye applying sensitivity analysis, and try to find any ...