Greining á tilvísunum í bráðaþjónustu BUGL

Aukning hefur orðið í notkun geðrænnar bráðaþjónustu hjá börnum og unglingum með geðheilsuvanda. Markmið þessarar rannsóknar var að greina tilvísanir 308 barna og unglinga sem leituðu í bráðaþjónustu BUGL árið 2013. Rannsóknin var afturvirk, notast var við upplýsingar úr sjúkraskrám en gögnin sjálf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ellen Sif Sævarsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21668
Description
Summary:Aukning hefur orðið í notkun geðrænnar bráðaþjónustu hjá börnum og unglingum með geðheilsuvanda. Markmið þessarar rannsóknar var að greina tilvísanir 308 barna og unglinga sem leituðu í bráðaþjónustu BUGL árið 2013. Rannsóknin var afturvirk, notast var við upplýsingar úr sjúkraskrám en gögnin sjálf eru ópersónugreinanleg. Miðað var við fyrri rannsóknir við upplýsingasöfnun og tveir bráðakvarðar (Rosenn og APPERC) notaðir við mat á réttmæti bráðatilfella. Flestar tilvísanir komu frá forsjáraðila og bráðamóttöku barna og helstu tilvísunarástæður voru þunglyndiseinkenni, sjálfsvígshugleiðingar og kvíðaeinkenni. Algengustu greiningarflokkar voru lyndisraskanir og ADHD. Saga um áföll var algeng meðal einstaklinga en þar má nefna skilnað foreldra, einelti og kynferðislegt, andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Algengt var að vísað væri í úrræði göngudeildar, á legudeild, á heilsugæslustöð eða til sálfræðings á einkastofu. Sjúklingar voru frekar lagðir inn ef þeir voru með lyndisröskun, höfðu áður verið í bráðateymi eða á innlagnardeild, komu vegna geðrofseinkenna, sjálfsvígshugleiðinga eða sjálfsskaða. Stúlkur voru líklegri til að koma vegna sjálfsvígstilrauna sem og einstaklingar sem höfðu komið áður í bráðaþjónustu eða legið inni, eða höfðu sögu um andlegt ofbeldi. Þeir sem komu vegna sjálfsvígshugleiðinga voru líklegri til að vera með lyndisraskanir eða hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en voru ólíklegri til að vera með ADHD eða koma vegna hegðunartruflana. Stúlkur og einstaklingar með lyndisraskanir voru að meðaltali lengur í bráðaþjónustu. Einstaklingar með hegðunarraskanir voru að meðaltali skemur í bráðaþjónustu. Um 47-55% tilfella voru metin óviðeigandi bráðatilfelli en líklegt er að hlutfallið sé lægra. Niðurstöður voru að mestu í samræmi við fyrri rannsóknir á börnum og unglingum í bráðageðþjónustu. Rannsóknin varpar ljósi á einkenni og þarfir notenda. This retrospective cohort study analysed referrals of 308 children and adolescents to an emergency unit in a psychiatric department in Iceland in 2013. Previous ...