Barnaslys í Reykjavík 2010-14 alvarleiki og orsakir

Inngangur: Áverkar af slysavöldum eru algengasta dánarorsökin hjá börnum og ungu fólki í heiminum í dag. Barnaslys eru verulegt samfélagslegt vandamál sem hafa ekki bara áhrif á lífsgæði þeirra sem lenda í þeim heldur eru þau byrði á heilbrigðiskerfinu þar sem miklu er kostað í mannauð og fjármunum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiðar Örn Ingimarsson 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21662
Description
Summary:Inngangur: Áverkar af slysavöldum eru algengasta dánarorsökin hjá börnum og ungu fólki í heiminum í dag. Barnaslys eru verulegt samfélagslegt vandamál sem hafa ekki bara áhrif á lífsgæði þeirra sem lenda í þeim heldur eru þau byrði á heilbrigðiskerfinu þar sem miklu er kostað í mannauð og fjármunum í að meðhöndla barnaslys. Margt hefur áhrif á það hverjir lenda í slysum og tegund slyssins: Kyn og aldur einstaklings sem og efnahagsleg staða forráðamanna. Ekki nægir að nota sömu forvarnir fyrir börn og fullorðna þar sem bæði þroski og þarfir barna eru annars eðlis en fullorðinna. Almennt eru vitsmunir, dómgreind og líkamleg geta barna minni en hjá fullorðnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn, ekki var aflað upplýsts samþykkis né haft samband við sjúklinga. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám LSH um komur allra slasaðra reykvískra barna yngri en 18 ára á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á tímabilinu 2010-14. Gögnin voru skoðuð með tilliti áverka þar sem ICD-10 kerfið er notað til að greina staðsetningu og eðli áverkans og AIS og ISS (Abbreviated Injury Scale - Injury Severity Score) kerfin notuð til að greina alverleika áverkans. Sérstök áhersla var lögð á innlagnir á tímabilinu í úrvinnslu gagna. NOMESCO kerfið er notað til að greina ytri orsakavald slyss og með þeim upplýsingum eru undirflokkar slysa: Bruna-, heima-, íþrótta-, skóla- og umferðarslys skoðaðir með tilliti til aldurs, kyns og hvort innlagnar var þörf. Tölur um fjölda barna í Reykjavík er fenginn frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: Heildarkomur reykvískra barna á bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2010-14 voru 25.962 eða 5.192 að meðaltali á ári, karlkyns börn voru 55% og kvk. börn 45% af þessum komum. Að meðaltali voru 190 komur á hver 1000 reykvísk börn á ári á tímabilinu. 0,9% allra koma kröfðust innlagnir sem voru 251 á tímabilinu, af þeim voru 162 (65%) þeirra strákar og 89 (35%) þeirra stúlkur. 31 innlagðra höfðu lítin áverka skv. ISS skori, 131 höfðu meðal áverka, 45 höfðu mikin áverka, 4 höfðu alvarlegan áverka og 1 hafði ...