Heilsu- og vellíðunarferðaþjónusta, gjaldeyrir eða glópagull? : dæmi frá Náttúruböðum í Borgarfirði

Áhugi virðist vera fyrir að nýta jarðhita til uppbyggingar heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu á Íslandi. Fáir frumkvöðlar virðast hinsvegar leggja út á þá braut, þrátt fyrir að sóknarfærin virðist liggja fyrir. Verkefni þetta snýr að því kanna hvað veldur því að frumkvöðlar eiga í erfiðleikum með að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Ragnarsdóttir 1971-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21634
Description
Summary:Áhugi virðist vera fyrir að nýta jarðhita til uppbyggingar heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu á Íslandi. Fáir frumkvöðlar virðast hinsvegar leggja út á þá braut, þrátt fyrir að sóknarfærin virðist liggja fyrir. Verkefni þetta snýr að því kanna hvað veldur því að frumkvöðlar eiga í erfiðleikum með að koma á fót fyrirtækjum í heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu byggðum á vatni og jarðvarma. Til þess að kanna það var tilviksrannsókn gerð á dæmi að stofnun náttúrulegra jarðhitabaða í Borgarfirði þar sem rannsóknarspurning var sett fram ásamt undirspurningum. Rýnt er í hvaða auðlindir frumkvöðlar geta virkjað til að koma hugmynd af stað og hvernig má nálgast þær. Til að leita svara við rannsóknarspurningum var stuðst við fyrirliggjandi gögn ásamt öflun frumgagna. Viðtal var tekið við frumkvöðul að náttúrulegum jarðböðum í Borgarfirði, ásamt viðtali við íbúa í nágrenni til að komast að viðhorfum og væntum áhrifum af framkvæmdinni. Viðtal var einnig tekið við fulltrúa sveitarstjórnar Borgarbyggðar til að kanna aðkomu stjórnvalda. Niðurstöður benda til mikilvægis félags- og mannauðs við mótun og framkvæmd nýrra verkefna á sviði heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu, einkum þegar nýta skal auðlindir samfélags og þá sérstaklega menningararf. Jafnframt má greina hindranir er snúa að fjármögnun og framkvæmt stefnumótunnar stjórnvalda í ferðaþjónustu. Bjartsýni virðist hinvegar vera til staðar fyrir hönd verkefnisins um Náttúruböð í Borgarfirði á þessu stigi og að það gæti orðið góð viðbót við núverandi framboð ferðaþjónustu á svæðinu. In Iceland, it would appear that there is a great interest for using geothermal water in the development of the country as a health and wellness destination. The field seems to be a lucrative one with many opportunities for entrepreneurs to usurp, however, very few seem to dare venture into it. This thesis aims to examine the problems these entrepreneurs face in establishing businesses in the health-and wellness sector with water and geothermal energy as a primary resource. A research question ...