Nýting lítilla sveitasundlauga í heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu

Verkefnið er lokað til 1.5.2022. Rannsóknarspurning verkefnisins er: Hverjir eru framtíðarmöguleikar lítilla manngerðra sundlauga á Íslandi, sem ekki hafa fengið rekstrarleyfi skv. reglugerð 814/2010, innan heilsu og vellíðunarferðaþjónustu á Íslandi ? Markmið verkefnisins er að skýra st...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnheiður Björk Sigurðardóttir 1972-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21630
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.5.2022. Rannsóknarspurning verkefnisins er: Hverjir eru framtíðarmöguleikar lítilla manngerðra sundlauga á Íslandi, sem ekki hafa fengið rekstrarleyfi skv. reglugerð 814/2010, innan heilsu og vellíðunarferðaþjónustu á Íslandi ? Markmið verkefnisins er að skýra stöðu þessara sundlauga í stjórnsýslunni og kanna hvort hugsanlega megi nýta þær með markvissari hætti í ferðaþjónustu um land allt. Í fræðilega hluta verkefnisins er gerð grein fyrir þeirri auðlind sem sundlaugarnar byggja á, þ.e. jarðfræði og jarðvarma landsins. Þá er farið yfir helstu skilgreiningar og hugmyndir tengdar heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu, og að lokum er kafli þar sem gerð er grein fyrir stjórnsýslulegu umhverfi sund- og baðstaða á Íslandi. Að lokinni fræðilegri umfjöllun er greint frá rannsóknaraðferðum, rannsóknarferli og greiningu gagna. Eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum var beitt, þar sem rýnt var í fyrirliggjandi gögn, sendir út spurningalistar og eitt djúpviðtal tekið við lykilaðila í stjórnsýsluþessaralauga.Greint erfrániðurstöðumogþæraðlokumræddarí umræðukafla ritgerðarinnar. Niðurstöður leiddu í ljós að reglugerð nr. 814/2010 er ekki sniðin af þeim sundlaugum sem þetta verkefni snýst um og hafa fæstar þeirra starfsleyfi eða möguleika á því að fá starfsleyfi samkvæmt gildandi reglum. Í rauninni tilheyra þær engum stað innan kerfisins eins og staðan er í dag. Afleiðingin er sú að þó laugarnar sé nýttar af almenningi, þar með ferðamönnum, eru þær að stórum hluta eftirlitslausar og í slæmu ástandi. Hluti af lausninni liggur í drögum að reglugerð um baðstaði í náttúru Íslands sem nú liggja í Umhverfis- ráðuneytinu. The inquiry of the study is as follows: What future options are there for small man made swimming pools , which have not received a license to operate according to regulation 814/2010, within health and wellness tourism in Iceland ? The objectives of the study is to clarify the legal environment those pools are ...