Áherslur í forvörnum á unglingastigi: Grunnskólar í Reykjavík

Bakgrunnur: Helstu heilsufarsvandamál unglinga tengjast hegðun þeirra, félagslegum þáttum og umhverfinu. Vandamál þeirra eru oft tengd kynheilbrigði, geðheilbrigði, slysum og misnotkun á áfengi og vímuefnum. Þessi vandamál er oft hægt að fyrirbyggja með forvörnum. Þar sem hegðun og ákvarðanir unglin...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Alma Rún Vignisdóttir 1990-, Ása Lind Sigurjónsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21625
Description
Summary:Bakgrunnur: Helstu heilsufarsvandamál unglinga tengjast hegðun þeirra, félagslegum þáttum og umhverfinu. Vandamál þeirra eru oft tengd kynheilbrigði, geðheilbrigði, slysum og misnotkun á áfengi og vímuefnum. Þessi vandamál er oft hægt að fyrirbyggja með forvörnum. Þar sem hegðun og ákvarðanir unglinga hafa áhrif á heilbrigði þeirra og vellíðan á fullorðinsárum er mikilvægt að byrja forvarnastarf snemma. Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að skoða áherslur í forvarnastefnum á unglingastigi í grunnskólum í Reykjavík (FGR) og bera þær saman við áherslur í Forvarnastefnu Reykjavíkurborgar (FR). Aðferð: Haft var samband við alla grunnskóla í Reykjavík sem hafa unglingastig, 23 talsins. Í heildina bárust forvarnastefnur frá tíu skólum, alls 43% heimtur. Efni þeirra var greint í fimm efnisflokka og þeir bornir saman við efnisflokka FR. Niðurstöður: Greindir voru fimm efnisflokkar í FGR sem voru áhættu- og frávikshegðun, heilbrigðir lífshættir, líðan, samskipti og samstarf. Í ljós kom að áherslur í FGR voru mjög líkar áherslum í FR. Mikil áhersla var lögð á forvarnir varðandi áfengis- og vímuefnaneyslu, einelti, heilbrigða lífshætti, sjálfsmynd og samstarf. Hinsvegar var lítil eða engin áhersla á netnotkun, tölvufíkn, geðheilbrigði, kynheilbrigði og offitu. Þessir efnisflokkar eru mikilvægir þar sem tölvufíkn og netnotkun fer hratt vaxandi meðal unglinga og vandamál tengd kyn- og geðheilbrigði eru meðal algengustu ástæðna sjúkrahússinnlagna hjá unglingum. Ályktanir: Nauðsynlegt er að vinna að einni heildrænni forvarnastefnu þar sem fram komi fyrri áherslur í FGR og FR en jafnframt sé lögð áhersla á netnotknu, tölvufíkn, kynheilbrigði, geðheilbrigði og offitu. Grunnskólarnir myndu í framhaldinu móta stefnuna að sínu skólaumhverfi. Við teljum skólahjúkrunarfræðinga lykilaðila til að vinna að slíkri áætlunargerð og stefnumótun vegna fagþekkingar sinnar og reynslu. Lykilorð: Unglingar, forvarnir, heilbrigði, skólar, skólahjúkrunarfræðingar. Background: The most frequent health problems amoung adolescents are related to ...