Samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga af erlendum uppruna

Á síðustu árum hefur innflytjendum fjölgað hratt á Íslandi. Fjölgun þeirra gerir Ísland ekki lengur að einsleitu samfélagi, heldur fjölmenningarsamfélagi. Þessi breyting gerir ákveðnar kröfur til heilbrigðisþjónustunnar. Tilgangur verkefnisins er: (1) Skoða hvaða þætti þarf að hafa í huga í samskipt...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Edythe L. Mangindin 1982-, Thuy Thi Pham 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21600
Description
Summary:Á síðustu árum hefur innflytjendum fjölgað hratt á Íslandi. Fjölgun þeirra gerir Ísland ekki lengur að einsleitu samfélagi, heldur fjölmenningarsamfélagi. Þessi breyting gerir ákveðnar kröfur til heilbrigðisþjónustunnar. Tilgangur verkefnisins er: (1) Skoða hvaða þætti þarf að hafa í huga í samskiptum heilbrigðisstarfsfólks við sjúklinga sem eru af erlendu bergi brotnir. (2) Kanna hvernig þessum samskiptum er háttað á íslenskum heilbrigðisstofnunum. Notaðar voru tvenns konar aðferðir. Fyrri aðferðin fól í sér að leita lesefnis til að kanna hvaða þætti heilbrigðisstarfsfólk þarf að hafa í huga í samskiptum við sjúklinga af erlendum uppruna. Seinni aðferðin fól í sér gæðaúttekt. Tekin voru stöðluð viðtöl við átta hjúkrunarstjórnendur með því markmiði að kanna hvernig þessum samskiptum er háttað á þeim stofnunum sem þeir starfa á. Helstu atriðin sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að hafa í huga í samskiptum við sjúklinga af erlendum uppruna eru: Í fyrsta lagi að meta íslenskukunnáttu einstaklingsins; í öðru lagi að nota faglærðan túlk þegar þörf krefur; og í þriðja lagi að hafa í huga að menning hefur áhrif á heilsufar, viðhorf, hegðun og tjáskipti einstaklings. Því er nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn séu vakandi fyrir menningarmun. Það kom fram í könnuninni að hjúkrunarstjórnendur töldu samskipti við sjúklinga af erlendum uppruna yfirleitt ganga ágætlega, en stundum voru aðstæður ekki eins og þær ættu að vera sökum hindrana í samskiptum og vankunnáttu í menningarhæfni. Tungumálaerfiðleikar og menningamunur einkenna samskipti heilbrigðistarfsólks við sjúklinga af erlendum uppruna. Til þess að samskipti heilbrigðisstarfsmanna við sjúklingana verði árangursrík þarf að meta tungumála kunnáttu sjúklingsins, nota markvisst túlkaþjónustu og ekki hvað síst þarf heilbrigisstarfsfólk að öðlast þjálfun í menningarhæfni. Lykilorð: Innflytjandi, heilbrigðisþjónusta, túlkaþjónusta og menningarhæfni. In the last two decades, the immigrant population has increased significantly. Due to this change, Iceland is no longer a ...