Samanburður á bergfræði og kristöllunarhitastigi þriggja hrauna úr Eyjafjallajökli

Eyjafjallajökull er eldstöð sem stendur á eystra gosbelti Íslands og hefur eldvirkni gætt þar í um 700.000 ár. Hraun sem hafa komið upp úr fjallinu hafa haft margbreytilega efnasamsetningu en svæðið telst til millibergraðarinnar. Ankaramít telst sem einkennistegund Eyjafjallajökuls en árið 2010 gaus...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kjartan Björgvin Kristjánsson 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21575
Description
Summary:Eyjafjallajökull er eldstöð sem stendur á eystra gosbelti Íslands og hefur eldvirkni gætt þar í um 700.000 ár. Hraun sem hafa komið upp úr fjallinu hafa haft margbreytilega efnasamsetningu en svæðið telst til millibergraðarinnar. Ankaramít telst sem einkennistegund Eyjafjallajökuls en árið 2010 gaus í hlíðum fjallsins, Fimmvörðuhálsi, og gaus þá upp basaltkviku. Hraunið í Hvammsmúla, við rætur fjallsins, er af Efra-Pleistósen aldri samanstendur af ólivín- og pýroxendílum og afar fínkornóttum grunnmassa. Hraunið þar er magnesíumríkt svo þar hefur gosið upp frumstæðri kviku sem hefur komið beint úr möttli. Útreikningar með bráðarhitamæli gefur að bráðin kristallaðist við 1185°C (±71°C). Til samanburðar má nefna að nokkru seinna gaus upp ankaramíthrauni á Seljalandsheiði og basalti árið 2010 á Fimmvörðuhálsi. Þau hraun innihalda plagíóklas- og ólivíndíla en eru ekki eins frumstæð og hraunið í Hvammsmúla og að auki gaf hitamælir upp að bráðirnar hafi kristallast við 1120°C og 1118°C (±71°C). Spínilinnlyksur í ólivíni frá Fimmvörðuhálsi gefa til kynna að kvikan hafi staldrað við í kvikuhólfi á leið sinni uppá yfirborðið og hlutkristallast þar í stað þess að koma beint úr möttli. Útreikningar með ólivín-bráð hitamæli gáfu að ólivínkristallar hafi kristallast við annarsvegar 1108°C (±45°C) á Seljalandsheiði og 1100°C (±45°C) á Fimmvörðuhálsi. Eyjafjallajökull is a volcano on the eastern volcanic zone in Iceland and there has been volcanism for more than 700.000 years. The lava flows that have their origin in the mountain have variable composition but the volcano is classified as intermediate composition. The mountain is characterized by numbers of ankaramite lava flows, however in 2010 erupted in the flank, at Fimmvörðuháls, and then erupted magma og basaltic composition. The lava at Hvammsmúli, in the roots of the mountain, is from Upper-Pleistocene and is olivine- and pyroxene-bearing ankaramite of primitive composition that has therefore come from the mantle. Geothermometrical calculations with liquid-thermometer ...