Pyroxene chemistry in the ankaramite of the Hamragarðaheiði quarry, Iceland

Pýroxen dílar í alkalí basalti geta verið mikilvæg uppspretta heimilda af kvikukerfum undir yfirborði jarðar (Dobosi and Jenner, 1999). Í þessari ritgerð eru pýroxen kristallar úr ankaramíti frá Harmagarðaheiði námu í Eyjafjallajökli rannsökuð til að greina efna- og kristal samsettningu þeirra og mö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bryndís Ýr Gísladóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21506
Description
Summary:Pýroxen dílar í alkalí basalti geta verið mikilvæg uppspretta heimilda af kvikukerfum undir yfirborði jarðar (Dobosi and Jenner, 1999). Í þessari ritgerð eru pýroxen kristallar úr ankaramíti frá Harmagarðaheiði námu í Eyjafjallajökli rannsökuð til að greina efna- og kristal samsettningu þeirra og mögulegt dýpi sem þeir hafa kristallast á. Ekki margar rannsóknir hafa verið gerðar á ankaramítum á þessu svæði og því var þetta verkefni tilvalið til rannsóknar Kristöllun pýroxenana var nokkuð einsleit (Wo40,02-45,43En40,30-45,68Fs9,86-16,59) með frekar hátt Mg# (72,0-82,2). CaO innihald kristallanna var einnig frekar einsleitt (19,5-21,4 wt%.) Beltun var algeng í dílunum, þar sem Mg# var breytilegt, með andhverfu frá kjarna dílsins að fyrsta rima, en breytist svo yfir í kerfisbundna breytingu í gegnum seinni rimana. Hægt er að túlka þessa breytingu sem kvikublöndun, þar sem ný kvika hefur gengið inn í kvikuhólfið., Sú kvika hefur að öllum líkindum verið magnesíum ríkari heldur en kvikan sem fyrir var. Rimar kristallanna eru áberandi í BSEM og á smásjármyndum. Geobarometry útreikningum var beitt með jöfnum frá Putirka (jöfnur 32a og 32b). Niðurstöður þeirra útreikninga voru að kristallarnir hafi myndast við þrýsting frá -2,0-5,7 kbar (úr jöfnu 32a) og -2,6-3,8 kbar (úr jöfnu 32b). Kerfisbundin breyting er sýnileg þegar þrýstingurinn er reiknaður. Kjarni dílana hefur kristallast við hærri þrýsting en rimar þeirra, samt sem áður, í eitthverjum sýnum hefur fyrsti riminn kristallast undir hærri þrýsting en kjarninn og sýnir því andhverfu (svipað og Mg#), sem bendir til að fyrsti riminn hafi kristallast á meira dýpi heldur en kjarninn, og ytri rimarnir kristallast við lækkandi þrýsting. Ef leiðréttingu Putirku er beitt (±2.2 kbar) er enginn sjáanlegur munur milli fyrsta rimans og kjarnans og hafa þeir því að öllum líkindum kristallast á sama dýpi. Þar sem hitastigið í þessum útreikningum var ákvarðað en ekki reiknað eru niðurstöðurnar aðeins nokkuð áreiðanlegar og ekki var hægt að áætla dýpið sem kristöllun átti sér stað. ...