Ofbeldi gegn konum í nánum samböndum: Viðhorf hjúkrunarfræði- og ljósmæðranema til notkunar á appi í klínískum aðstæðum

Á Íslandi hafa um 22% kvenna verið beittar ofbeldi í nánum samböndum en konur sem beittar hafa verið ofbeldi eru líklegri til að þróa með sér ýmis konar líkamleg og sálræn vandamál. Hjúkrunarfræðingar eru í fyrirtaks stöðu til að skima fyrir ofbeldi gegn konum og til þess að efla hjúkrunarfræðinga í...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Rut Þórðardóttir 1990-, Tinna Lind Hallsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21497
Description
Summary:Á Íslandi hafa um 22% kvenna verið beittar ofbeldi í nánum samböndum en konur sem beittar hafa verið ofbeldi eru líklegri til að þróa með sér ýmis konar líkamleg og sálræn vandamál. Hjúkrunarfræðingar eru í fyrirtaks stöðu til að skima fyrir ofbeldi gegn konum og til þess að efla hjúkrunarfræðinga í starfi er mikilvægt að upplýsingar um fyrstu viðbrögð séu aðgengilegar. Markmið þessarar ritgerðar var að fjalla um ofbeldi í nánum samböndum með áherslu á hlutverk hjúkrunarfræðinga. Auk þess var ætlunarverkið að gera upplýsingar um kembileit, auðkenningu og fyrstu viðbrögð við ofbeldi gegn konum aðgengilegri með því að hanna app. Gerð var forprófun til að kanna viðhorf hjúkrunarfræði- og ljósmæðranema til notkunar á appinu í klíník. Spurningarlisti með lokuðum og opnum spurningum var lagður rafrænt fyrir þriðja og fjórða árs hjúkrunarfræðinema og fyrsta og annars árs ljósmæðranema við Háskóla Íslands. Þátttakendur voru alls 84 (53,5% svarhlutfall), þar af 83 konur og 1 karl. Þátttakendur voru á aldrinum 22-50 ára en meðalaldur var 28,1 ár. Gögnum var safnað á tímabilinu 23. mars til 8. apríl 2015. Niðurstöður forprófunarinnar leiddu í ljós að þátttakendur voru almennt mjög jákvæðir gagnvart notkun appsins í klíník og flestir álitu það aðgengilegt, skiljanlegt, hjálplegt og gagnlegt. Út frá svörun opnu spurninganna voru þrjú þemu greind en þau voru eftirfarandi: kærkomin viðbót, leiðir mann áfram og tæknilegar úrbætur. Út frá þessum niðurstöðum mætti draga þær ályktanir að grundvöllur sé fyrir því að nota appið í klíník. Eins er hugsanlegt að appið geti nýst í kennslu til að veita nemendum þjálfun í að skima fyrir ofbeldi og þar með gæti grunnurinn verið lagður að betri skimun meðal hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Þó er þörf á frekari rannsóknum á viðhorfi hjúkrunarfræðinga til notkunar á appi í klíník auk þess sem þróa þyrfti starfsvettvang sem styður betur við notkun á appi. 22% of women in Iceland have been victims of violence in intimate relationships. Those women are more likely to develop various kinds of ...