Millistjórnendur: „Það er þessi mannlegi þáttur sem reynir mest á“

Sífellt fleiri rannsóknir benda á aukið hlutverk millistjórnenda innan skipulagsheilda. Framan af voru millistjórnendur litnir hornauga og jafnvel taldir standa í vegi fyrir þróun og framförum. Á undanförnum árum hefur þetta viðhorf breyst og fleiri líta á hlutverk millistjórnenda sem mikilvægan hle...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þóra María Guðjónsdóttir 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21495
Description
Summary:Sífellt fleiri rannsóknir benda á aukið hlutverk millistjórnenda innan skipulagsheilda. Framan af voru millistjórnendur litnir hornauga og jafnvel taldir standa í vegi fyrir þróun og framförum. Á undanförnum árum hefur þetta viðhorf breyst og fleiri líta á hlutverk millistjórnenda sem mikilvægan hlekk í frammistöðu skipulagsheilda. Viðfangsefni rannsóknarinnar er millistjórnendur í fyrsta stjórnunarstarfi. Vakti það áhuga hjá rannsakanda að skyggnast inn í stöðu þeirra og þá sérstaklega með hliðsjón af viðfangsefnum og áskorunum sem þeir standa frammi fyrir í daglegum verkefnum. Er það markmið rannsóknarinnar, með það að tilgangi að bæta við þá þekkingu sem þegar er til um efnið. Í upphafi voru þátttakendur valdir með markmiðsúrtaki en þegar leið á rannsóknina var snjóboltaúrtak einnig notað. Tekin voru viðtöl við sjö millistjórnendur, þrjár konur og fjóra karla, hjá skipulagsheildum í Reykjavík. Allir viðmælendur eru í fyrsta stjórnunarstarfi og starfsaldur þeirra sem millistjórnandi allt frá sex mánuðum upp að fjórum árum. Helstu niðurstöður benda til að hlutverk millistjórnenda sé yfirgripsmikið og flókið. Margt bendir til að auknar kröfur séu gerðar til þeirra í tengslum við upplýsingagjöf, áætlanagerð, stefnumótun og mannauðsmál. Daglega standa millistjórnendur frammi fyrir margskonar áskorunum. Millistjórnendurnir í þessari rannsókn eru sammála um að erfiðast eða mesta áskorunin sé að takast á við mannlega þáttinn, flókin starfsmannamál og að sjá heildarmyndina eða stóra samhengið í starfsumhverfinu. Niðurstöður geta gefið til kynna hvernig má styðja við bakið á nýjum millistjórnendum í upphafi starfs þannig að þeir séu tilbúnir til að leysa hlutverk sitt farsællega. A growing body of research points to the increased role of ‘middle management’ within the organisational whole of companies and organisations. The concept of middle management has received some negative attention in the past and the field has even been accused of preventing development and progress. Opinions have shifted in recent years and ...