Kostnaður og ábati ríkissjóðs við endurreisnina

Rúmlega sex og hálft ár eru liðin frá hruni íslenska fjármálakerfisins í október 2008. Íslensk stjórnvöld, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn brugðust við reiðarslaginu með ýmsum aðgerðum sem gjörbreyttu fjármálaumhverfi landsins. Ein stærsta aðgerðin er stjórnvöld lögðu út í var fjárfesting í endur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorkell H. Eyjólfsson 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21455
Description
Summary:Rúmlega sex og hálft ár eru liðin frá hruni íslenska fjármálakerfisins í október 2008. Íslensk stjórnvöld, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn brugðust við reiðarslaginu með ýmsum aðgerðum sem gjörbreyttu fjármálaumhverfi landsins. Ein stærsta aðgerðin er stjórnvöld lögðu út í var fjárfesting í endurreisn íslenskra viðskiptabanka og sparisjóða. Jafnframt kom ríkissjóður að endurfjármögnun Seðlabanka Íslands og að fjárhagslegri endurskipulagningu fjárfestingabanka og vátryggingarfélags. Markmið ritgerðarinnar er að taka saman þann kostnað og ábata er ríkissjóður hefur haft og mun hafa vegna aðgerða sinna til endurreisnar íslenska fjármálakerfinu. Farið er yfir afkomu ríkissjóðs vegna fjárfestingar hans í endurreisn viðskiptabankanna þriggja en ríkissjóður á enn hlut í öllum þremur viðskiptabönkunum er risu úr ösku forvera sinna. Afkoma ríkissjóðs af fjárfestingunum hefur verið með afburðum góð og nemur alls um 4,6% af VLF með innri vexti upp á rúm 28%. Jafnframt er farið yfir afkomu ríkissjóðs vegna aðgerða hans til bjargar sparisjóðakerfi landsins. Aðgerðir stjórnvalda voru mismunandi eftir sparisjóðum en eiga þær það flestar sameiginlegt að hafa hvorki valdið ríkissjóði verulegu tapi né hagnaði. Undantekning er þó kostnaður ríkissjóðs vegna Sparisjóðsins í Keflavík en fall hans kostaði ríkissjóð um 1,2% af VLF. Að auki er farið yfir kostnað ríkissjóðs vegna endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands sem var orðinn tæknilega gjaldþrota við lok ársins 2008. Endurfjármögnunin fólst í yfirtöku á kröfum frá Seðlabankanum og nemur kostnaður ríkissjóðs vegna yfirtökunnar alls um 9,7% af VLF. Einnig er farið yfir skatttekjur ríkissjóðs af þeim fjármálafyrirtækjum sem hann hefur farið í aðgerðir vegna. Ríkissjóður hefur haft töluverðar skatttekjur af nýju viðskiptabönkunum frá stofnun þeirra og slitabúum forvera þeirra frá árinu 2012. Jafnframt hefur ríkissjóður haft skatttekjur af sparisjóðum landsins þó ekki sé um verurlegar upphæðir að ræða. Beinar skatttekjur ríkissjóðs af þessum fjármálafyrirtækjum og slitabúum nema alls ...