Arctic charr head development: miR-206 and its targets tnnc and tmyo

Í Þingvallavatni er að finna fjögur mismunandi afbrigði Bleikju, formgerð þessara afbrigða er afar ólík, sérstaklega hvað varðar lögun munnsins. Sýnt hefur verið fram á að microRNA spili lykilhlutverk í fósturþroskun dýra með því að stýra tjáningu ýmissa gena sem koma að þroskun. MiR-206 er sérhæft...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Drífa Hrund Guðmundsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21434
Description
Summary:Í Þingvallavatni er að finna fjögur mismunandi afbrigði Bleikju, formgerð þessara afbrigða er afar ólík, sérstaklega hvað varðar lögun munnsins. Sýnt hefur verið fram á að microRNA spili lykilhlutverk í fósturþroskun dýra með því að stýra tjáningu ýmissa gena sem koma að þroskun. MiR-206 er sérhæft fyrir beinagrindarvöðva og vitað er að það tekur þátt í stjórn tímasetningar vöðvamyndunnar í þroskun. Rannsóknir hafa einnig sýnt að tjáning miR-206 sé mismikil á milli bleikjustofna. Í þessari rannsókn var staðbundin tjáning miR-206 skoðuð á þremur fósturstigum bleikjunnar (150 DD, 161 DD og 200 DD) með in situ þáttapörun á heilum fóstrum (WISH). Í ljós kom að miR-206 er tjáð í vöðvum sem tengjast beinum og brjóski kjálkans á öllum fósturstigum. Borin voru kennsl á tvö möguleg markgen (tnnc og tmyo) með tölvugreiningum. In situ þáttapörun leiddi í ljós að bæði genin sýndu sömu tjáningarmynstur og miR-206 og qPCR leiddi í ljós að tjáning genanna einkennist af sveiflum sem eru gagnstæðar við það sem einkennir miR-206 í bleikjunni. Þessar niðurstöður gefa til kynna að að bæði tnnc og tmyo séu undir stjórn miR-206. Marktækur munur reyndist vera á magni tjáningar tnnc á milli tveggja bleikjuafbrigða (LB og AC), sem gefur enn fremur til kynna að miR-206 og markgen þess spili lykilhlutverk í mótun ólíkra svipgerða bleikjunnar.