Fordómar gegn ástandsbörnum á Íslandi : árin sem móta manninn

Þessi BA ritgerð er eigindleg rannsóknarritgerð þar sem tekin voru opin einstaklingsviðtöl við sex einstaklinga, Íslensk ástandsbörn seinni heimstyrjaldarinnar. Markmiðið var að fá góða sýn á upplifanir fólks, reynslu þess og tilfinningar og sjá hvort þar væru sameiginleg þemu og þau tekin saman. Me...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hermína Huld Hilmarsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21415
Description
Summary:Þessi BA ritgerð er eigindleg rannsóknarritgerð þar sem tekin voru opin einstaklingsviðtöl við sex einstaklinga, Íslensk ástandsbörn seinni heimstyrjaldarinnar. Markmiðið var að fá góða sýn á upplifanir fólks, reynslu þess og tilfinningar og sjá hvort þar væru sameiginleg þemu og þau tekin saman. Með þessari rannsókn fæst sýn á reynslu íslenskra ástandsbarna, aðstæður þeirra og uppvöxt og hvernig uppvaxtarár þeirra hafa mótað þau. Rannsóknarspurningin er „Upplifðu íslensk ástandsbörn fordóma frá nærumhverfi sínu í sínum uppvexti?“. Ætlað er að þessi rannsókn hafi sagnfræðilegt gildi og gefi hugmyndir um aðstæður og líðan íslenskra ástandsbarna líkt og rannsóknir á Norðurlöndunum hafa gert hvað varðar ástandsbörn þar. Rannsóknir hafa sýnt að börn erlendra hermanna í Evrópu lifðu oft við fordóma bæði frá börnum og fullorðnum sem og frá samfélaginu í heild, sem leiddi í sumum tilfellum til þunglyndis og verra heilsufars á fullorðinsárum þeirra. Skoðað var hvort reynsla barna erlendra hermanna hér á landi sé á einhvern hátt svipuð því sem þekktist í Evrópu. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að líkt og á Norðurlöndunum urðu Íslensk börn erlendra hermanna fyrir fordómum af einhverju tagi sem höfðu áhrif á geðslag þeirra og hegðunarmynstur á fullorðinsárum. Fordómar gagnvart þeim voru ekki eins viðamiklir og erlendis, né voru þeir viðvarandi eða frá öllum í þeirra umhverfi en voru samt sem áður til staðar. Viðmælendurnir bjuggu ekki að sameiginlegri reynslu þó finna mætti sameiginlega fleti og þau sem upplifðu fordóma áttu það sameiginlegt að gera lítið úr þeirri reynslu og virtust ekki líta á hana sem lykilþátt í mótun persónuleika þeirra. In this qualitative research BA paper is based on six open ended interviews with individuals who were born as children of war in Iceland after the World War two. The goal was to have a good impression of people´s experiences and emotions to see if there were some common themes and summarized. This research should provide an understanding of the experience of the Icelandic ...