Kemur íslenska skólakerfið til móts við innflytjendur? : reynsla og viðhorf foreldra, með ólíkan menningarlegan bakgrunn, til íslenska grunnskólans

Þessi rannsókn er lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri og er unnin vorið 2015. Tilgangur rannsóknarinnar er að leita svara við því hvort íslenskir grunnskólar komi til móts við innflytjendur varðandi ýmsa þætti skólastarfsins. Markmiðið með rannsókninni var að heyra rad...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Laufey Guðmundsdóttir 1970-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21373
Description
Summary:Þessi rannsókn er lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri og er unnin vorið 2015. Tilgangur rannsóknarinnar er að leita svara við því hvort íslenskir grunnskólar komi til móts við innflytjendur varðandi ýmsa þætti skólastarfsins. Markmiðið með rannsókninni var að heyra raddir fólks sem flutt hefur til Íslands annarsstaðar úr heiminum og hefur því ef til vill annarskonar bakgrunn, menningu og siði en þeir sem alltaf hafa búið á Íslandi. Tekin voru viðtöl við fjórar mæður grunnskólabarna af erlendum uppruna, búsettar á Norðurlandi Eystra. Rætt var um uppruna þeirra og menningu og hvað þær upplifðu að væri líkt og ólíkt í upprunalandi þeirra og á Íslandi. Talað var um tungumál þeirra og hvernig fjölskyldunni gengi að læra íslensku. Leitað var svara við því hvort þeim fyndist þær standa jafnt að vígi varðandi upplýsingagjöf, almenn samskipti við skólann og virðingu skólans fyrir þeirra bakgrunni og foreldrar barna sem hafa alltaf búið á Íslandi. Niðurstöður sýna að mæðurnar fjórar eru ánægðar með móttökur, upplýsingagjöf og eftirfylgni. Börn þeirra sem fluttu ung til Íslands voru fljót að læra tungumálið en þegar þau eru komin lengra í náminu þarf að huga að sérhæfðum orðaforða svo sem í náttúrufræði. Mæðurnar sögðust alltaf geta leitað til kennara eða skóla eftir aðstoð ef á þyrfti að halda, til dæmis vegna ósættis barna eða ef þær skildu ekki eitthvað. Þær fundu ekki fyrir öðruvísi framkomu við sig og innlenda foreldra. Mæðurnar voru sáttar við kennarana og kennsluna í skólanum. Þeim fannst öllum að grunnskólanám á Íslandi væri afslappaðra heldur en í upprunalandinu, til dæmis miklu minna heimanám hér á landi og meiri tími til að leika sér. Einni móðurinni fannst íslenska skólakerfið ekki gefa nógu mikið rými fyrir öðruvísi uppeldi og öðruvísi kennslu en var samt sem áður ánægð með kennara barnsins síns. This study is a final project towards a B.Ed. degree at the Faculty of Education at the University of Akureyri, done in the spring of 2015. The purpose of the study is to ascertain if ...