Núllpunktsgreining og kostnaðargreining innan iðnaðarfyrirtækis

Verkefnið er lokað til 30.4.2055. Markmið verkefnisins var að sýna fram á hvernig minni skipulagseiningar geta nýtt sér aðferðir kostnaðarbókhalds. Fjallað er fræðilega um kostnaðarbókhald, sögu þess og tengsl við rekstur skipulagsheilda. Rannsókn verkefnisins skiptist í tvennt. Annars vegar var ger...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigfús Örn Sigurðsson 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21329
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 30.4.2055. Markmið verkefnisins var að sýna fram á hvernig minni skipulagseiningar geta nýtt sér aðferðir kostnaðarbókhalds. Fjallað er fræðilega um kostnaðarbókhald, sögu þess og tengsl við rekstur skipulagsheilda. Rannsókn verkefnisins skiptist í tvennt. Annars vegar var gerð núllpunktsgreining á tveimur vélum sem viðfangsfyrirtækið keypti nýlega og hins vegar var gerð kostnaðargreining á nokkrum kostnaðarsöfnum innan fyrirtækisins. Niðurstöður leiddu í ljós að til þess að rekstur vélanna tveggja standi undir sér, miðað við núverandi verðlag á hverjum vélartíma, þarf fræsivélin að vera seld í 527 tíma á ári en rennibekkurinn í 547 tíma á ári. Skoðað var á hvaða verði samkeppnisaðilar fyrirtækisins væru að selja vélartíma á svipuðum vélum. Niðurstaða þeirrar könnunar var að fyrirtækið verðleggur sína vélartíma á lægri enda skalans. Einnig var skoðað út frá samkeppniskönnun hvaða áhrif breytingar á verðlagi hvers vélartíma hefði á núllpunkta vélanna tveggja. Niðurstöður leiddu í ljós að tækifæri er til hækkunar á verðlagi og myndi það leiða af sér að núllpunktar beggja véla myndu lækka. Við vinnslu kostnaðargreininga var beitt aðhvarfsgreiningum unnum í töflureikni. Niðurstöður þessara greininga eru ekki marktækar þar sem tölfræðilegar útkomur þeirra benda til þess að ekki sé hægt að fullyrða um útkomur þeirra. Lykilorð: Kostnaðarbókhald, núllpunktsgreining, kostnaðargreining, aðhvarfsgreining, tilviksrannsókn. The aim was to demonstrate how small business units can use cost accounting to improve their efficiency. To begin with the paper discusses the theoretical implications and cost accounting, it´s history and link to operating in the real world. The project is a case study of a single company located in Reykjavík. A break-even analysis was performed on two machines the company purchased in the year 2014. After which a cost driver analysis was performed on the entire company. The results and the break-even analysis will be able to give managers of this company an idea on how to ...