Alþjóðavæðing lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi

Verkefnið er lokað til 27.4.2040. Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við markaðs- og stjórnunarbraut Háskólans á Akureyri. Verkefnið er unnið í samstarfi við Nobanet og tvö íslensk fyrirtæki sem stunda alþjóðaviðskipti á Norðurlöndunum. Verkefnið skiptist í fræðilega umf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Íris Brá Svavarsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21327
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 27.4.2040. Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við markaðs- og stjórnunarbraut Háskólans á Akureyri. Verkefnið er unnið í samstarfi við Nobanet og tvö íslensk fyrirtæki sem stunda alþjóðaviðskipti á Norðurlöndunum. Verkefnið skiptist í fræðilega umfjöllun og raundæmi. Í fræðilegri umfjöllun er fjallað um helstu hugtök sem tengjast alþjóðavæðingu fyrirtækja, markaðssetningu þeirra erlendis og hvað ber að hafa í huga þegar fyrirtæki herja á erlenda markaði. Raundæmisrannsókn var gerð á tveimur íslenskum fyrirtækjum með tilliti til fræðilegrar umfjöllunar. Til að fá dýpri skilning á viðfangsefninu var annað fyrirtækið sem varð fyrir valinu lítið og hitt var meðalstórt. Til athugunar var reynslu þeirra á viðskiptum á erlendum mörkuðum. Rannsóknarspurningar verkefnisins eru: - Hvað ber að hafa í huga þegar farið er inn á nýja markaði? - Er samskipta- og tengslanet mikilvægt fyrir íslensk lítil og meðalstór fyrirtæki sem huga að útrás? Niðurstöður verkefnisins sýna að það skiptir í raun engu máli hvort fyrirtæki eru lítil eða stór vegna þess að áskoranir og vandamál í alþjóðaviðskiptum sem fyrirtækin þurfa að eiga við eru svipaðar. Tengsl skipta miklu máli þegar kemur að viðskiptum erlendis og vanda þarf valið þegar mynda á ný viðskiptatengsl. Lykilorð: Raundæmi, alþjóðavæðing, alþjóðleg markaðssetning, markaðssylla og útflutningur. This paper is a final thesis for the Bachelor of science degree from the University of Akureyri. This paper is written in cooperation with Nobanet and two Icelandic firms that export their products to Nordic countries. The paper consists of theoretical definitions and case studies. The theoretical part covers the main terms which are mentioned in the case studies. Such as Internationalization, International business, International marketing, Niche marketing, Culture and what companies have to have in mind when doing business abroad. Case study research was conducted on two firms in terms of the theoretical definitions. To achieve ...