„Safn án kennara er dauðara en allt dautt.“ Upphaf og þróun safnfræðslu á menningarminjasöfnum á Íslandi

Ath að nafn er skráð Hulda Bryndís Sverrisdóttir skv. þjóðskrá en nafn höfundar á ritgerðinni er Bryndís Sverrisdóttir (nota ekki Hulda) Í þessari ritgerð er fjallað um skipulagðar heimsóknir skólanema á menningarminjasöfn á Íslandi, það sem áður kallaðist safnkennsla en er nú oftar nefnt safnfræðsl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bryndís Sverrisdóttir 1953-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21096
Description
Summary:Ath að nafn er skráð Hulda Bryndís Sverrisdóttir skv. þjóðskrá en nafn höfundar á ritgerðinni er Bryndís Sverrisdóttir (nota ekki Hulda) Í þessari ritgerð er fjallað um skipulagðar heimsóknir skólanema á menningarminjasöfn á Íslandi, það sem áður kallaðist safnkennsla en er nú oftar nefnt safnfræðsla. Greint verður frá því hvert var upphafið að skipulögðum skólaheimsóknum, hverjir höfðu frumkvæði að þeim og hvernig þessar heimsóknir þróuðust með árunum. Sérstök áhersla er lögð á áratuginn 1980-1990 þegar safnkennsla í tengslum við námskrá festist í sessi á Íslandi. Þær spurningar sem liggja að baki ritgerðarsmíðinni eru: Hvaðan kom frumkvæðið að safnkennslu á á Íslandi? Hvernig þróaðist hún fyrstu áratugina og hvert sóttu íslenskir safnkennarar fyrirmyndir í sínu starfi? Hverjar voru helstu áherslur og aðferðir í safnkennslunni? Hvernig voru samskipti safnkennaranna við söfn og skóla og hvernig hefur það samband þróast? Hvernig birtist safnkennsla/safnfræðsla í lögum, reglugerðum og safnastefnum? Helstu niðurstöður eru þær, að frumkvæðið að safnkennslu sé upphaflega komið frá fræðsluyfirvöldum um 1960. Þróunin var hæg fyrstu tvo áratugina en milli 1980 og 1990 var safnkennsla í tengslum við námskrá innleidd hér á landi fyrir áhrif frá Norðurlöndum og safnkennarastöður stofnaðar við helstu söfnin. Í lokakafla veltir höfundur fyrir sér stöðu safnfræðslunnar í dag og hvert stefni. This dissertation is concerned with museum education, organised visits by school pupils to cultural history museums in Iceland. The dissertation explores the origins of organised school visits, and who took the initiative in starting them; and also how they have evolved over the years. Special emphasis is placed upon the decade 1980-90, when museum education linked to the school curriculum became established in Iceland. The questions from which the dissertation has arisen include the following: Where did the initiative for museum education originate? How did museum education develop during the early decades, and where did Icelandic ...