„Getur þú bara ekki verið eins og hinir?“ Birtingarmyndir trúarfordóma á Íslandi gagnvart minnihlutahópum

Fordómar gagnvart trúarbrögðum er eitthvað sem eflaust ekki svo margir hugsa um, enda kannski ekki svo mikið af sýnilegum trúarhópum á Íslandi. Þessi rannsókn fjallar einmitt um fordóma gagnvart trúarbrögðum í minnihlutahópum hérlendis og hvaða birtingarmynd slíkir fordómar hafa. Rannsóknin var unni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Katrín Guðmundsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21067
Description
Summary:Fordómar gagnvart trúarbrögðum er eitthvað sem eflaust ekki svo margir hugsa um, enda kannski ekki svo mikið af sýnilegum trúarhópum á Íslandi. Þessi rannsókn fjallar einmitt um fordóma gagnvart trúarbrögðum í minnihlutahópum hérlendis og hvaða birtingarmynd slíkir fordómar hafa. Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferðarfræði þar sem að gögnum um viðfangsefnið var safnað með viðtölum, en tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga úr fjórum mismunandi trúarhópum. Viðtölin voru greind m.a. út frá hugtökunum trú, trúarbrögð hins vegar og svo fordómum annars vegar. Lögð var áhersla á að finna mismunandi birtingarmyndir fordóma og voru niðurstöður rannsóknarinnar á þá leið að fordómar hér á landi flokkist helst undir ósýnilega fordóma, þar sem um bæði meðvitaða og ómeðvitaða hegðun sé að ræða gagnvart trúuðum. Hatursorðræðan er hvað einna sýnilegasta birtingarmyndin í samfélaginu, en það sem er hvað mest sláandi við niðurstöðurnar er að viðmælendur mínir gerðu sér ekki grein fyrir að um fordóma væri í raun að ræða þegar þau upplifðu hvatvísi, þekkingarleysi, skilningsleysi og ónærgætni frá öðrum – sem er einmitt einn af mörgum merkimiðum fordóma. Religious prejudices are perhaps not appreciated and noticed by most people, mainly because the presence of religious groups in Iceland is not strongly apparent within society. This research is about religious prejudice against minority religious groups in Iceland and the related societal image it reflects. The data was gathered with qualitative research methods, namely interviews with seven individuals that belonged to four different minority religious groups. The interviews were analyzed mainly from the perspectives of religion and prejudice. The emphasis in the interviews was on investigating the origin of prejudices and their target groups, what were the attitudes of and towards the survey participants and what the latter considered as religious prejudice. The data indicate that prejudices are both unconsciously formed, like a defense mechanism, and consciously formed ...