Íslenskir verktakar og útboð sveitarfélaga: Frændhygli, klíkuskapur og vinagreiðar

Ritgerð þessi er tilraun til þess að rannsaka samskipti sveitarfélaga við verktaka með sérstöku tilliti til útboða. Byggir hún á rannsókn sem höfundar lögðu fyrir rúmlega hundrað verktaka á landsvísu í gegnum tölvupóst þar sem spurt var ítarlega út í upplifun þeirra á samskiptum við sveitarfélög og...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Böðvar Aðalsteinsson 1991-, Dagur Bollason 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21049
Description
Summary:Ritgerð þessi er tilraun til þess að rannsaka samskipti sveitarfélaga við verktaka með sérstöku tilliti til útboða. Byggir hún á rannsókn sem höfundar lögðu fyrir rúmlega hundrað verktaka á landsvísu í gegnum tölvupóst þar sem spurt var ítarlega út í upplifun þeirra á samskiptum við sveitarfélög og viðhorf þeirra til spillingar. Úrtakið var valið úr hópi aðildarfyrirtækja Samtaka Iðnaðarins er falla undir mannvirkjagerð. Tilgangur rannsóknarinnar var því að rannsaka hvort verktakar upplifa spillingu á sveitarstjórnarstiginu og þá hvers eðlis spillingin er. Farið var ítarlega í gegnum nokkur blæbrigði eða tegundir spillingar og stuðst var við þá tilgátu að mismunun á borð við frændhygli og klíkuskap væru útbreiddustu tegundir spillingar. Einnig voru reifaðar nokkrar kenningar sem leitast við að útskýra hvaða hvatar liggja spillingu að baki. Helstu niðurstöður fólust í því að verktakar kannast flestir við að útboð sveitarfélags hafi unnist á vafasömum forsendum en hafa þó fæstir af því persónulega reynslu. Meirihluti svarenda leit svo á að spillingu væri almennt að finna meðal íslenskra sveitarfélaga en svarendur litu einnig afgerandi svo á að frændhygli og vinagreiðar væru helstu tegundir spillingar sem greina megi meðal sveitarfélaganna. Verktakar líta einnig svo á að löggjöf er varðar útboð megi vera strangari, að stærri sveitarfélögum fylgi betri stjórnsýsla en þó var ekki að greina mun á upplifun á spillingu eftir því hvort verktakar voru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Augljóst má þykja að ýmsar brotalamir er að finna á stjórnsýslu sveitarfélaganna og að stór hluti verktaka telji farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við sveitarfélög. This thesis attempts to examine relations between contractors and local governments with special emphasis on public procurements or tenders. The paper builds on a research conducted by the authors in which a survey was sent to over a hundred contractors nationwide via email. The sample was chosen from members of The Federation of Iceland Industries ...