Líkamsræktarmarkaðurinn á Íslandi: Vörumerkjavirði líkamsræktarstöðva á Íslandi

Á tímum sem þessum, hafa orðið til margar kenningar og rannsóknir, sem snúa að vörumerkjavirði vöru eða þjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega stóraukið úrval vöru og þjónustu á neytendamarkaði. Líkamsræktarmarkaðurinn er gott dæmi um sívaxandi markað. Líkamsræktarstöðvar á Íslandi eru gríðarlega ma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Edda Steinþórsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20994
Description
Summary:Á tímum sem þessum, hafa orðið til margar kenningar og rannsóknir, sem snúa að vörumerkjavirði vöru eða þjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega stóraukið úrval vöru og þjónustu á neytendamarkaði. Líkamsræktarmarkaðurinn er gott dæmi um sívaxandi markað. Líkamsræktarstöðvar á Íslandi eru gríðarlega margar og fjölgar þeim enn. Höfundi fannst, þar af leiðandi, vert að kanna líkamsræktarmarkaðinn með tilliti til vörumerkjavirðis líkamsræktarstöðva hér á landi. Höfundur mun fara eftir kenningu Aakers við rannsókn á vörumerkjavirði líkamsræktarstöðvanna. Aaker skiptir vörumerkjavirði í fimm víddir, en í þessari rannsókn eiga einungis fjórar víddir við, vörumerkjatryggð, vörumerkjavitund, skynjuð gæði og hugrenningartengsl við vörumerkið. Rannsókn þessi beinist að þremur líkamsræktarstöðvum á Íslandi, World Class, Hreyfingu og Sporthúsinu. Rannsakaðar voru undirvíddir vörumerkjavirðis og hver skýringarmáttur þeirra gagnvart vörumerkjavirði líkamsræktarsöðva er. Leitast var við að svara spurningunni: Hvaða undirvídd hefur sterkasta skýringarmáttinn gagnvart vörumerkjavirði líkamsræktarstöðva? Notast var við megindlega rannsóknaraðferð í formi spurningakönnunar. Spurningakönnunin var send út á samfélagsmiðlinum Facebook auk þess að vinir og vandamenn áframsendu könnunina til enn fleiri einstaklinga. Alls voru 345 einstaklingar sem svöruðu könnuninni en aðeins 260 svör voru gild. Niðurstöður sýndu fram á að víddin vörumerkjatryggð hefur mesta skýringarmáttinn gagnvart vörumerkjavirði líkamsræktarstöðvanna. Þar á eftir kemur víddin skynjuð gæði. Vörumerkjavitund og hugrenningartengsl við vörumerkið hefur ekki skýringarmátt gagnvart vörumerkjavirði líkamsræktarstöðvanna.