„Umkomuleysi öreiganna.“ Mótun, framkvæmd og viðhorf til íslenskrar fátækralöggjafar frá 1907 til 1935

Umfjöllunarefni þessarar rannsóknar er fátækralöggjöfin sem var í gildi á Íslandi frá árinu 1907 til ársins 1935 og hvernig henni var beitt í Reykjavík. Þær samfélagsaðstæður sem mótuðu fátækralöggjöfina eru metnar og fjallað er um þróun löggjafarinnar og viðhorfs samfélagsins til hennar. Fátækralög...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Finnur Jónasson 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20992
Description
Summary:Umfjöllunarefni þessarar rannsóknar er fátækralöggjöfin sem var í gildi á Íslandi frá árinu 1907 til ársins 1935 og hvernig henni var beitt í Reykjavík. Þær samfélagsaðstæður sem mótuðu fátækralöggjöfina eru metnar og fjallað er um þróun löggjafarinnar og viðhorfs samfélagsins til hennar. Fátækralögin voru mjög umdeild og urðu talsverðar deilur um þau, bæði á Alþingi og í dagblöðum, en í þeim voru ákvæði um nær algeran réttindamissi þeirra sem þáðu fátækrastyrki. Lagðar voru fram margar tillögur til þess að breyta lögunum til mannúðlegri vegar en litlar breytingar urðu þó á lögunum á gildistíma þeirra. Framkvæmd fátækralaga í Reykjavík tók hins vegar talsverðum breytingum á lokaárum þriðja áratugarins. Í rannsókninni er fjallað um aðstæður þurfamanna í Reykjavík, og eftir þörfum viðhorf þeirra til eigin stöðu. Fjallað verður um hvernig viðhorf þeirra féllu að skoðunum ráðamanna á þeim og hvort ráða megi breytingar á skoðunum þurfamanna á stöðu sinni þegar líða tekur á tímabilið. Fátækralöggjöfin og áhrif hennar á líf þurfamanna í Reykjavík er rannsökuð með hliðsjón af kenningum franska heimspekingsins Michel Foucault um lífvald og virkni ögunarsamfélaga. En kenningar Foucault gefa góða innsýn í tilgang fátækralaganna og störf fátækranefndar Reykjavíkur. Fordæming samfélagsins og réttindaleysið sem fylgdi því að sækjast eftir fátækrahjálp fældi fátæka þéttbýlisbúa frá því að leitast aðstoðar. The subject matter of this thesis is the Icelandic Poor Law that was in effect from 1907 – 1935 and how it was applied in Reykjavík. The social conditions that influenced the Poor Law are studied and the evolution of the law and society’s opinions are brought to light. The Poor Laws were very controversial and significant disputes arose both in Althing and in Newspapers, as there were provisions for the near total loss off civil rights for those accepting the subsidy. In order to humanize the law numerous proposals were tabled but scant change was effected. How the Poor Laws were applied changed significantly towards the ...