„Nú er ég orðin Íslendingur.“ Upplifun innflytjenda að taka upp íslenskan ríkisborgararétt

Á Íslandi er munur á því hvort innflytjandi kemur frá landi sem tilheyrir EES samningunum um frjálst flæði eða hvort hann komi frá landi utan EES. Þeir einstaklingar sem koma frá löndum utan EES hafa langtum minni rétt og þurfa því oft að leggja mikið á sig til þess að komast til landsins og fá fast...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karólína Helga Símonardóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20985
Description
Summary:Á Íslandi er munur á því hvort innflytjandi kemur frá landi sem tilheyrir EES samningunum um frjálst flæði eða hvort hann komi frá landi utan EES. Þeir einstaklingar sem koma frá löndum utan EES hafa langtum minni rétt og þurfa því oft að leggja mikið á sig til þess að komast til landsins og fá fastan búseturétt á landinu. Þetta eru líka þeir einstaklingar sem sækjast frekar eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt vegna þeirra takmörkuðu aðildar sem dvalarleyfi á Íslandi gefur þeim. Rannsókn þessi fjallar um afstöðu innflytjenda frá löndum utan EES til ferilsins um íslenskan ríkisborgararétt, samskiptin við stofnanir og íslenskuprófið. Tekin voru viðtöl við átta innflytjendur og fjóra einstaklinga sem teljast sem fagfólk um umsóknarferlið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að viðmælendur mínir telja umsóknarferlið flókið og dýrt, það megi mikið bæta úr þeim þáttum ferilsins. Meginástæða fyrir því að viðmælendur mínir sækjast eftir ríkisborgarétti er vegna persónulegrar tengingar við landið, þeir hafa fest rætur. Viðmælendum mínum, af erlendum uppruna, finnst mikilvægt að íslenskuprófið verði áfram hluti af ferlinu. Að þeirra mati er tungumálið mikilvægur partur af íslenska samfélaginu og þeir vilja jafnframt bæta við prófið að umsækjendur um íslenskan ríkisborgarétt þurfi að hafa lámarkskunnáttu í íslenskri menningu og sögu. In Iceland there is great difference between whether an immigrant comes from a country within or outside the EEA. Those individuals who come from countries outside the EEA have less rights to stay, they often have to work very hard to come to Iceland and to get a permanent residence in the country. They are also more likely to apply for Icelandic citizenship because of their limited rights in Iceland. This study examines the experiences of immigrants from countries outside the EEA that apply for Icelandic citizenship, their communications with institutions and the language test. Interviews were conducted with eight immigrants and four individuals who are considered professionals on ...