Flugfélag Íslands á Grænlandi. Vitund, staðfærsla og ímynd

Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár. Eftirfarandi rannsóknarverkefni fjallar um vitund og ímynd Flugfélags Íslands á Grænlandi en félagið hefur verið starfandi í Grænlandi um nokkurt skeið og vinnur stöðugt að því að bæta stöðu sína á þeim markaði. Fjölda f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Edda Bjarnadóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20847
Description
Summary:Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár. Eftirfarandi rannsóknarverkefni fjallar um vitund og ímynd Flugfélags Íslands á Grænlandi en félagið hefur verið starfandi í Grænlandi um nokkurt skeið og vinnur stöðugt að því að bæta stöðu sína á þeim markaði. Fjölda farþega er þó fremur misskipt á milli Flugfélags Íslands og stærsta samkeppnisaðilans, Air Greenland, en það félag hefur töluvert stærri markaðshlutdeild en Flugfélag Íslands. Markmið verkefnisins var að greina staðfærslu Flugfélags Íslands fyrir Grænlandsmarkað sem og vitund og ímynd félagsins í samanburði við Air Greenland. Staðfærsla Flugfélags Íslands var borin saman við ímyndina til að greina það hvort einhver vandamál væru í markaðssamskiptunum. Einnig var ímynd félagsins metin út frá því hvaða ímyndarþættir væru markaðnum mikilvægir og hvort að flugfélagið væri í raun að leggja áherslu á þá eiginleika. Bæði var notast við eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir, þar sem tekin voru hálf-stöðluð viðtöl en einnig var send út spurningakönnun. Rannsakandi komst að því að vitund Flugfélags Íslands á Grænlandi er ansi veik og að Air Greenland er efst í huga flestra. Hugrenningatengsl fólks við Flugfélag Íslands eru jákvæð og í takt við staðfærslu félagsins en staðfærslan er í ágætu samræmi við það sem Grænlendingar telja mikilvæga eiginleika fyrir flugfélög. Aftur á móti komast þeir aðgreinandi eiginleikar sem Flugfélag Íslands leggur mesta áherslu á í staðfærslunni misvel til skila og voru helstu tveir eiginleikarnir mun veikari en ásættanlegt er. Í ljós kom að flugfélagið stendur ekki fyllilega undir þeim eiginleikum sem notaðir eru til aðgreiningar fyrir félagið og er það talin helsta ástæða þess að eiginleikarnir mældust ekki sterkari en raun ber vitni. Tillögur að úrbótum fela í sér að Flugfélag Íslands efli starf sitt svo það geti staðið undir þeim eiginleikum sem það leggur áherslu á með því að aðlaga skilaboðin til markaðarins og/eða velja aðgreinandi eiginleika sem fyrirtækið getur staðið betur við. ...