„Niðurstaðan gæti verið frábær ef .“ : leikskólastjórar á Austurlandi og menntastefnan skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar er menntastefna þar sem lögð er áhersla á réttindi allra til náms í skóla sem byggist á lýðræðislegri hugsun og félagslegu réttlæti. Þar er unnið markvisst að því að hrinda úr vegi hindrunum sem kunna að stuðla að hvers kyns mismunun, sama af hvaða meiði þær kunna að vera. Mark...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Björk Björgvinsdóttir 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20684
Description
Summary:Skóli án aðgreiningar er menntastefna þar sem lögð er áhersla á réttindi allra til náms í skóla sem byggist á lýðræðislegri hugsun og félagslegu réttlæti. Þar er unnið markvisst að því að hrinda úr vegi hindrunum sem kunna að stuðla að hvers kyns mismunun, sama af hvaða meiði þær kunna að vera. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á upplifun leikskólastjóra á Austurlandi á innleiðingu menntastefnunnar skóla án aðgreiningar, í þeim tilgangi að efla þekkingu á sviðinu þar sem niðurstöðurnar geta orðið mikilvægt innlegg í umræðu um menntastefnuna skóla án aðgreiningar og gert okkur færari um að vinna eftir henni. Rannsóknin byggist á eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem gagna var aflað með viðtölum við tíu leikskólastjóra á Austurlandi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að leikskólastjórar á Austurlandi eru jákvæðir í garð stefnunnar skóla án aðgreiningar. Þeir telja sig leggja sitt af mörkum til að stefnan nái fram að ganga sem faglegir leiðtogar í leikskólum. Þeir hafa upplifað miklar breytingar á starfsemi leikskóla undanfarin ár og telja að þeim hafi fylgt auknar kröfur, meðal annars til vinnu eftir stefnunni um skóla án aðgreiningar. Leikskólastjórarnir upplifa jákvætt viðhorf leikskólakennara til stefnunnar, en niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að leikskólakennararnir séu fáir og því mikilvægt að fjölga þeim. Auk þess þarf að tryggja að leikskólastarfsfólk hafi tækifæri til símenntunar og að leikskólastjórar hafi möguleika á að efla starfsfólk sitt í starfi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að stoðþjónustu og ráðgjöf til leikskóla á Austurlandi þurfi að bæta. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfshættir sem einkenna læknisfræðileg sjónarhorn hafi töluverð áhrif á leikskólastarf á Austurlandi, þar sem litið er á fötlun sem persónulegan harmleik þeirra sem þurfi á lækningu og ummönnun að halda. Engu að síður einkennast viðhorf leikskólastjóra meira af félagslegum nálgunum sem beina athyglinni að félagslegum þáttum og umhverfi sem takmarka þátttöku fólks með ...