Einelti gegn nemendum með fötlun : fræðsla er lykillinn

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að nemendur með fötlun lenda frekar í einelti en ófatlaðir. Skortur er á rannsóknum á þessu málefni hér á landi. Markmið mitt með rannsókninni er að finna svör við eftirfarandi rannsóknarspurningunum: • Hver er reynsla einstaklinga með fötlun á Íslandi af einelti í grun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arna Bender Erlendsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20659
Description
Summary:Erlendar rannsóknir hafa sýnt að nemendur með fötlun lenda frekar í einelti en ófatlaðir. Skortur er á rannsóknum á þessu málefni hér á landi. Markmið mitt með rannsókninni er að finna svör við eftirfarandi rannsóknarspurningunum: • Hver er reynsla einstaklinga með fötlun á Íslandi af einelti í grunnskólum landsins? • Hvernig getur grunnskólinn tekið betur á eineltismálum hjá nemendum með fötlun? Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og var gagna aflað með viðtölum. Þátttakendur voru sex einstaklingar með fötlun sem lokið hafa grunnskólagöngu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur mínir höfðu ekki jákvæða upplifun af grunnskólagöngunni. Helsta ástæðan fyrir því var einelti. Sjálfir telja þeir að nemendur með fötlun lendi frekar í einelti en ófatlaðir. Fimm af sex viðmælendum höfðu reynslu af einelti í grunnskóla, annað hvort sem þolendur og/eða gerendur. Í viðtölunum kom fram sterk skoðun viðmælenda um að grunnskólinn veiti lítið skjól fyrir nemendur með fötlun hvað varðar einelti. Aðspurð hvað sé til úrbóta, nefndu allir að aukin fræðsla í grunnskólum landsins væri lykilatriði. Þeir telja að fræðslan ætti að miðast við það að öll erum við jafn ólík og við erum mörg og að áhersla ætti að vera á fjölbreytileika samfélagsins. Viðmælendur mínir telja að slík fræðsla skipti höfuðmáli til að sporna við fáfræði og einelti gegn nemendum með fötlun. Studies have shown that students with disabilities encounter more bullying than those who are non-disabled. This subject has not been studied much in Iceland. The objective of this study is to answer the following research questions: • What is the experience of disabled people in Iceland regarding bullying in elementary school? • How can elementary schools better handle bullying against students with disabilities? The study is qualitative and data was gathered through conducting interviews. Participants were six individuals with disabilities that had all completed elementary school. Results showed that the participants did not have a positive experience during ...