„Þekkingin færð út í hið óþekkta.“ Frumkvöðlarnir í OZ nýttu þekkingu, reynslu og ástríðu úr starfsumhverfinu í leit nýrra tækifæra

Miklar breytingar áttu sér stað í upplýsingatækniumhverfinu þegar netið kom fram á sjónarsviðið í lok níunda áratugarins á síðustu öld. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ varð til um svipað leyti með frumkvöðla (e. entrepreneur) í fararbroddi sem nýttu sér tækifærið sem kom með netinu til nýsköpunar (e. innova...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Íva Sigrún Björnsdóttir 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20656
Description
Summary:Miklar breytingar áttu sér stað í upplýsingatækniumhverfinu þegar netið kom fram á sjónarsviðið í lok níunda áratugarins á síðustu öld. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ varð til um svipað leyti með frumkvöðla (e. entrepreneur) í fararbroddi sem nýttu sér tækifærið sem kom með netinu til nýsköpunar (e. innovation), uppfullir af sjálfstrausti og hugrekki. Þeir sköpuðu hugbúnaðarlausnir sem vöktu athygli bæði á Íslandi og erlendis. OZ hætti í byrjun þessarar aldar, en enn er talað um sögu þess og þau áhrif sem það hafði á hugbúnaðarheiminn á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg þar sem tekin voru viðtöl við fyrrum starfsmenn OZ, sem komið hafa með einum eða öðrum hætti að sprota¬fyrirtækjum (e. start-up) sem rekja má til OZ. Leitast er við að svara á hverju starfs¬umhverfið byggðist og hvernig þekking og reynsla starfsfólksins hefur viðhaldist? Niðurstöðurnar gefa til kynna að starfsumhverfið í OZ hafi verið þjálfunarbúðir fyrir frumkvöðla. Það einkenndist af mikilli sköpun, óbilandi hugrekki og trú á því að hægt væri að framkvæma hið ómögulega og var frumkvöðlunum hvatning til nýsköpunar og þróunar á hugbúnaðarlausnum eftir endalok OZ. Þær benda til þess að þekking og reynsla frumkvöðlanna hafi viðhaldist vegna þess að þeir lærðu hvernig nýta mætti tækifærin sem þeir komu auga á í umhverfinu og fengu ástríðu og þor til þess að fara með þekkinguna og reynsluna áfram. Niðurstöður varpa einnig ljósi á mikilvægi teymis¬vinnu í frumkvöðlafyrirtæki þar sem lykilatriði getur verið samvinna ólíkra einstaklinga eins og í tilviki OZ, samvinna listamannsins og vísindamannsins. Towards the end of the eighties, the emergence of the Internet resulted in huge advances in information technology. Led by entrepreneurs, the software company OZ was established. Confident and courageous they made use of the opportunities that came with the Internet. They created innovative software solutions that were noticed both in Iceland and abroad. OZ ceased operation in the beginning of the century, but its legacy in the Icelandic software industry is ...