Heiðurslaun listamanna : fortíð, fyrirkomulag og framtíð

Heiðurslaun listamanna eru veitt af Alþingi Íslendinga en við afgreiðslu fjárlaga hvers árs er ákveðið hvort að nýir listamenn bætast í hópinn. Í þessari rannsókn er saga heiðurslaunanna skoðuð og mat lagt á hvaða sess launin hafa í menningarstefnu íslenska ríkisins. Vel má halda því fram að launin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðni Tómasson 1976-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20560
Description
Summary:Heiðurslaun listamanna eru veitt af Alþingi Íslendinga en við afgreiðslu fjárlaga hvers árs er ákveðið hvort að nýir listamenn bætast í hópinn. Í þessari rannsókn er saga heiðurslaunanna skoðuð og mat lagt á hvaða sess launin hafa í menningarstefnu íslenska ríkisins. Vel má halda því fram að launin séu veigalítill og heldur afskiptur hluti stefnunnar, þegar hún er skilgreind sem heildarumsvif ríkisins í menningarmálum. Saga heiðurslaunanna sýnir líka ákveðinn vandræðagang sem hefur einkennt beinan stuðning þingsins við störf listamanna. Sá stuðningur byggðist lengi vel fyrst og fremst á hefðum, en lagaákvæði er varðaði heiðurslaunin kom ekki til fyrr en með lögum um listamannalaun árið 1967 og sérstök lög um heiðurslaunin voru loksins samþykkt árið 2012. Auk þess að fjalla um sögu heiðurslauna og aðferðir Alþingis við að útdeila þeim, er í rannsókninni einnig grafist fyrir um áþekk dæmi á Norðurlöndum. Þaðan eru líka tiltekin dæmi af akademíum sem þar eru starfræktar og fjallað um hugmyndir, nýjar og gamlar, um stofnun akademíu hér á landi. Þá er ennfremur rætt um ímynd heiðurslauna og hugmyndir valdhafa um tilgang þeirra þar sem tekist hafa á hugmyndir um heiður, styrki og eftirlaun. Markmiðin með heiðurslaunum hafa þannig verið óskýr og því hafa heiðurslaunin staðið á mörkum menningarstefnu og velferðarmála. Við alla umfjöllun um heiðurslaunin verður að hafa í huga hugmyndir stjórnmálamanna um gildi listanna fyrir samfélagið þegar kemur að þjóðarvitund og sjálfsmynd þjóðarinnar en þær hugmyndir setja þeir fram reglulega í ræðu og riti. Í viðaukum er tekinn saman listi yfir heiðurslistamenn og tölulegt efni um þá allt frá árinu 1945, þó svo að rætur þessarar hefðar liggi lengra aftur í sögu Alþingis. In their yearly allocation of state funds the parliament of Iceland (Alþingi) decides honorary salaries to artists. Currently there are 23 artists enjoying such funding. They are chosen by a committee of parliamentarians, the maximum number of artists being 25. This study deals with the history of these honorary ...