Atferli hesta á húsi: Áhrif undirlags á hvíldarhegðun

Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvort gúmmíklæddir bitar væru fýsilegur kostur til þess að nota sem gólfgerð í hesthúsum með tilliti til velferðar hrossa. Hálmurinn var borin saman við notkun bitagólfa og varð fyrir valinu vegna þess að hann er framleiddur á Íslandi og krefst ekki innflu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Susanne Lintermann 1984-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20391
Description
Summary:Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvort gúmmíklæddir bitar væru fýsilegur kostur til þess að nota sem gólfgerð í hesthúsum með tilliti til velferðar hrossa. Hálmurinn var borin saman við notkun bitagólfa og varð fyrir valinu vegna þess að hann er framleiddur á Íslandi og krefst ekki innflutnings. Auk atferlis var einnig skoðað hvernig notkun þessa undirburðategunda hafði áhrif á daglegan rekstur (tíma og breytilegan kostnað). Tilraunin fór fram í hesthúsi á Akureyri sem hýsir sex hesta í rúmgóðum einstaklingsstíum. Svefnhegðun fjögurra hesta var tekin upp á myndband í tvær vikur. Tvær stíur voru í upprunalegu ástandi með bitagólf og tvær stíur voru þaktar hálmi. Hestarnir fengu eina viku aðlögunartíma að breyttu umhverfi. Til úrvinnslu voru annarsvegar upptökur skoðaðar og hinsvegar unnið úr skráningum sem umsjónarmaður fyllti út á tilraunatímabili. Niðurstöður sýndu að hestar virtust hvíla sig betur á hálmi vegna þess að flata legan var marktæk algengari á hálmi heldur en á bitum. Aldur hrossanna hafði áhrif á það hversu lengi þeir liggja en yngri hestar hafa meiri hvíldaþörf en eldri. Hestar urðu ekki óhreinni við notkun hálmsins, þrátt fyrir meiri legu. Dagleg vinna var meiri með notkun hálms. Þó að úrtak hefur verið lítið eru niðurstöður marktækar og gefa vísbending um að hugsa meira til hálmnotkunar í hestamennsku.