Bústaður þjóðhöfðingja. Hvers vegna urðu Bessastaðir fyrir valinu árið 1941?

Í þessari ritgerð er sagt frá því þegar ákveðið var að þjóðhöfðingi Íslands, fyrst ríkisstjóri og síðar forseti, hefði búsetu á Bessastöðum. Þegar bústaður ríkisstjóra var valinn var haft að leiðarljósi að húsnæðið yrði bústaður þjóðhöfðingja til frambúðar. Aðrir staðir en Bessastaðir komu til grein...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Agnes Sigurðardóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20390
Description
Summary:Í þessari ritgerð er sagt frá því þegar ákveðið var að þjóðhöfðingi Íslands, fyrst ríkisstjóri og síðar forseti, hefði búsetu á Bessastöðum. Þegar bústaður ríkisstjóra var valinn var haft að leiðarljósi að húsnæðið yrði bústaður þjóðhöfðingja til frambúðar. Aðrir staðir en Bessastaðir komu til greina og eru þeim gerð skil í ritgerðinni. Ákvörðun var tekin á Alþingi um húsnæðið þegar frumvarp um ríkisstjóra urðu að lögum í júní 1941. Eftir að Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri var unnið hratt að umbótum húsnæðisins og að kaupa allt innbú og flytja til Íslands frá Bretlandi. Ákvörðun um staðsetningu rann ekki léttilega í gegnum Alþingi þar sem skiptar skoðanir voru á því hvort þjóðhöfðingi ætti að búa í höfuðstaðnum eða hvort hægt væri að ferðast með erlenda gesti frá höfninni í Reykjavík og að Bessastöðum. Álitamál var hvort sú saga sem tengdist Bessastöðum og ofurvaldi danska konungsins hefði góð eða slæm áhrif við val bústaðarins. Annars vegar var þessi saga talin smánarblettur sem þyrfti að forðast. Hins vega gat það talist Íslendingum til framdráttar að hafa losnað undan konungi og táknrænt fyrir það væri að nýr þjóðhöfðingi sæti á þeim stað þar sem áður hafði verið aðsetur danska yfirvaldsins. Álit var fengið hjá sendiherra Breta, Howard Smith, og aðstoðarmanni hans, Harris, varðandi húsgögn og niðurstaðan var sú að stíll hússins yrði tengdur við þann tíma sem það var byggt á, síðari hluta 18. aldar. Sendiherra Íslendinga í London, Pétur Benediktsson, sá um að versla húsgögn, borðbúnað og allt annað sem þurfti til þess að ríkisstjóri gæti flutt inn. Ráðuneyti Breta sá svo um að allt væri sent eins fljótt og mögulegt var til Íslands.