Móttökuferli. Upplifun íslenskra starfsmanna af undirbúningi, móttöku og aðlögun í opinberu norrænu samstarfi

Rannsóknarverkefnið fjallar um hvernig staðið er að móttökuferli nýrra starfsmanna í opinberu norrænu samstarfi. Með opinberu norrænu samstarfi er átt við formlegt samstarf Norðurlandanna sem samkvæmt vefsíðu samstarfsins er eitt elsta og umfangsmesta svæðasamstarf í heimi. Svæðasamstarfið felur í s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Linda Lundbergsdóttir 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20324
Description
Summary:Rannsóknarverkefnið fjallar um hvernig staðið er að móttökuferli nýrra starfsmanna í opinberu norrænu samstarfi. Með opinberu norrænu samstarfi er átt við formlegt samstarf Norðurlandanna sem samkvæmt vefsíðu samstarfsins er eitt elsta og umfangsmesta svæðasamstarf í heimi. Svæðasamstarfið felur í sér Danmörk, Finnland, Ísland, Noreg, Svíþjóð og Færeyjar, Grænland og Álandseyjar sem starfa saman í norrænu samstarfi í Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Markmið rannsóknarverkefnisins var að kanna upplifun og reynslu nokkura íslenskra starfsmanna af því að starfa í opinberu norrænu samstarfi. Gerð varð tilfellarannsókn og fólst gagnaöflun og rýning þeirra í afrituðum einstaklingsviðtölum sem tekin voru við íslenska starfsmenn norræna samstarfsins, upplýsingum frá mannauðsdeild og af vefsíðu samstarfsins. Tilgangur rannsóknarinnar var að kortleggja móttökuferil nýrra starfsmanna hjá norræna samstarfinu og leitað svara við rannsóknarspurningum: Hvernig er staðið að móttökuferli nýrra starfmanna hjá norræna samstarfinu með tilliti til undirbúnings, móttöku og aðlögunar? Hvernig upplifa íslensku starfsmennirnir undirbúninginn, móttökuna og aðlögunina með tilliti til almennrar, félagslegrar og starfstengdrar aðlögunar? Niðurstöður benda til þess að töluverð brotalöm hafi verið í móttökuferli nýrra starfsmanna í opinberu norrænu samstarfi og þá sér í lagi með tilliti til undirbúnings fyrir komu starfmannanna sem er enginn. Ásamt móttöku við komu til gistiríkis varðandi hagnýta hluti eins og hvert eigi að snúa sér varðandi húsnæði, skóla fyrir börnin og vinnu fyrir makann ef svo ber undir. Í rannsókninni kom fram að innleiðing er hafin á breytingarferli varðandi móttökuferlið og áhugavert hefði verið að fá innsýn í hvernig það gengur fyrir sig.