Upprunalandið Ísland: Skynjaður persónuleiki Íslands og staðalímynd Íslendinga

Hluti af virðissköpun vörumerkja eru tryggð, skynjuð gæði auk tenginga við önnur vörumerki. Tenging við upprunaland getur haft áhrif á tryggð og skynjuð gæði og er leið til aðgreiningar frá keppinautum. Gæta þarf þess þó að einkenni upprunalands fari saman við vörumerkið. Upplýsingar um uppruna nota...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birgir Már Daníelsson 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20277
Description
Summary:Hluti af virðissköpun vörumerkja eru tryggð, skynjuð gæði auk tenginga við önnur vörumerki. Tenging við upprunaland getur haft áhrif á tryggð og skynjuð gæði og er leið til aðgreiningar frá keppinautum. Gæta þarf þess þó að einkenni upprunalands fari saman við vörumerkið. Upplýsingar um uppruna nota neytendur til að leggja mat á vöru og verða áhrif upprunalands til ómeðvitað í huga neytenda og byggjast upp á þekkingu eða vanþekkingu á upprunalandinu. Staðalímynd landsins og íbúa þess hefur áhrif á væntingar til vörunnar. Rannsakaður var persónuleiki Íslands og innihald staðalímyndar Íslendinga í huga Íslendinga, Norðmanna og Pólverja og tengsl milli staðalímyndar og persónuleika voru skoðuð. Við mælingar var notað líkan um innihald staðalímyndar (SCM) og próf sem mælir skynjaðan persónuleika landa. Niðurstöður benda til þess að skynjuð staðalímynd Íslendinga sé bæði hæf og hlý. Sú persónuleikavídd sem allar þjóðir skynja sterkt er spenna. Norðmenn skynja persónuleika Íslands sterkar en hinar þjóðirnar en Pólverjar skynja persónuleikann veikar. Miðlungs tengsl fundust milli hæfni og víddanna leiðtoga, spennu og fágunar og miðlungs tengsl víddanna spennu og friðsælda við hlýju. The value creation of a brand is based on customer loyalty, perceived quality and affiliation with other brands among other things. Affiliation with a country of origin can affect brand loyalty, perceived quality and can differentiate a brand from competitors. The country-of-origin‘s image must fit the characteristics of the brand. Consumers use origin information to assess the product, the country of origin effect is involuntary and is based on the consumer‘s knowledge or lack of knowledge of the country. The goal of this research was to find the perceived personality of Iceland and the content of the stereotype of Icelanders among participants from Iceland, Norway and Poland. Second, to see if there is a link between the stereotype and the country‘s perceived personality. The Stereotype Content Model was utilized and a model to measure ...