Var Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur? „Heiðarleiki er hugrekki – mesti styrkleiki sem manneskja getur haft“

Kosningasigur Jóns Gnarr og Besta flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2010 er sögulegur atburður í stjórnmálasögu Íslands. Sigurinn var um leið mikið áfall fyrir ríkjandi stjórnmálaöfl á Íslandi sem höfðu að hluta glatað trausti kjósenda. Í kjölfar kosninga varð Jón Gnarr borgarstjóri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Júlíus Karlsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20253
Description
Summary:Kosningasigur Jóns Gnarr og Besta flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2010 er sögulegur atburður í stjórnmálasögu Íslands. Sigurinn var um leið mikið áfall fyrir ríkjandi stjórnmálaöfl á Íslandi sem höfðu að hluta glatað trausti kjósenda. Í kjölfar kosninga varð Jón Gnarr borgarstjóri og sat út kjörtímabilið. Jón sat undir gagnrýni fyrir nálgun sína og túlkun á starfi borgarstjóra í stjórnartíð sinni og í opinberri umræðu var þeirri fullyrðingu fleygt fram að Jón væri í raun ekki borgarstjóri Reykjavíkur, heldur væri borginni stýrt af embættismönnum og Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingar, sem myndaði meirihluta ásamt Jóni og Besta flokknum. Í þessari ritgerð verður kannað hvort slíkar fullyrðingar eigi við rök að styðjast. Við vinnslu þessarar ritgerðar notast höfundur við m.a. fyrirliggjandi gögn, s.s. ýmis opinber gögn, fréttaefni frá þessu tímabili o.fl. heimildir. Rannsókn þessarar ritgerðar byggir að miklu leyti á fjórum viðtölum við einstaklinga sem gengdu lykilhlutverkum í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á þessu tímabili. Helstu niðurstöður eru á þá leið að Jón Gnarr hafi sannarlega verið borgarstjóri Reykjavíkur. Hann nálgaðist starf borgarstjóra um margt með ólíkum hætti en fyrirrrennarar hans í starfi. Jón Gnarr mótaði embætti borgarstjóra á sinn hátt og færði embættismönnum aukna ábyrgð og völd. The Best Party’s and Jón Gnarr’s election triumph in the Reykjavík city council elections in 2010, is one of the most remarkable event in Iceland’s political history. At the same time, the victory came as a shock for the prevailing political class that the voters had obviously lost trust in. Following the elections, Jón Gnarr became mayor of Reykjavík and held the position until the end of the four year term. Jón was criticized for his approach and interpretation on how the mayor should do his job and the public discourse depicted him as not really being mayor in reality. The city was supposedly being run by city officials and Jón’s colleague, Dagur B. Eggertsson, the leader of ...