Júdó á Íslandi: Markaðssetning og ímynd
Margar tegundir sjálfsvarnaríþrótta eru kenndar á Íslandi og samkeppni á þeim markaði mikil og fer vaxandi ár frá ári. Júdó hefur ekki verið áberandi á íþróttasíðum blaðanna síðustu ár. Megin markmið þessarar rannsóknar var að finna út hvort Júdósamband Íslands væri að vannýta möguleg sóknartækifæri...
Main Author: | |
---|---|
Other Authors: | |
Format: | Thesis |
Language: | Icelandic |
Published: |
2015
|
Subjects: | |
Online Access: | http://hdl.handle.net/1946/20247 |
Summary: | Margar tegundir sjálfsvarnaríþrótta eru kenndar á Íslandi og samkeppni á þeim markaði mikil og fer vaxandi ár frá ári. Júdó hefur ekki verið áberandi á íþróttasíðum blaðanna síðustu ár. Megin markmið þessarar rannsóknar var að finna út hvort Júdósamband Íslands væri að vannýta möguleg sóknartækifæri þegar kemur að því að markaðssetja júdó. Þetta var gert með því að greina markaðsstöðu júdó á Íslandi. Skoðuð voru ýmis hugtök tengd markaðsfræði, íþróttamarkaðsfræði og stefnumótun í því samhengi. Tekin voru viðtöl við Jóhann Másson formann Júdósambands Íslands og hann spurður um hinar ýmsu markaðsaðgerðir JSÍ til að fá betri innsýn á júdóhreyfinguna. Því næst var megindleg rannsókn framkvæmd þar sem spurningalisti var sendur út í gegnum netið og var markmiðið með þeirri rannsókn að sjá sannleiksgildi þeirra mýta sem JSÍ taldi vera til staðar um júdó. Notast var við hentugleikaúrtak og voru þátttakendur 200 talsins. Í ljós kom að flestar þær mýtur sem stjórnarmenn JSÍ voru hræddir um að væru til staðar um júdó eru rangar og fólk er almennt séð jákvætt í garð júdó. Einnig kom í ljós að vöntun er á kynningarstarfsemi þegar kemur að júdó og markaðsaðgerðir JSÍ eru hvorki nógu markvissar né miklar. |
---|