Ísland: Áfangastaður fyrir hvataferðir noskra fyrirtækja

Áfangastaðir eru í eðli sínu mjög ólíkir almennum neysluvörum sem eiga í markaðssamkeppni. Varan sem ferðaþjónustan selur er upplifunin sem áfangastaðurinn skilar viðskiptavininum. Upplifunin er ekki uppfyllt af einu fyrirtæki heldur af mörgum aðilum sem saman hafa áhrif á heildarupplifunina. Í grei...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Vésteinn Viðarsson 1976-, Ásgeir Fannar Ásgeirsson 1986-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20187
Description
Summary:Áfangastaðir eru í eðli sínu mjög ólíkir almennum neysluvörum sem eiga í markaðssamkeppni. Varan sem ferðaþjónustan selur er upplifunin sem áfangastaðurinn skilar viðskiptavininum. Upplifunin er ekki uppfyllt af einu fyrirtæki heldur af mörgum aðilum sem saman hafa áhrif á heildarupplifunina. Í greiningarskýrslum sem The Boston Consulting Group og PKF unnu fyrir íslenska ferðaþjónustu árið 2013 er tekið mið að því að íslensk ferðaþjónusta færi áherslur sínar frá því að auka fjölda ferðamanna yfir í að sækjast í ferðamenn sem auka heildarframlag til ferðaþjónustunnar. Hvataferðir fyrirtækja (e. MICE, meetings, incentives, conferences, exhibitions) eru á meðal markaðshluta sem Ísland ætti að einbeita sér að samkvæmt skýrslunum. Rannsóknir á samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir hvataferðir þurfa að eiga sér stað til þess að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geti markaðssett sig gagnvart markaðshlutanum. Hér er leitast við að svara spurningunni um hversu samkeppnishæft Ísland er sem áfangastaður fyrir norsk fyrirtæki sem fara í hvataferðir. Til þess að svara rannsóknarspurningunni var gögnum aflað með spurningalista sem dreift var á rafrænu formi til starfsmanna norskra ferðaskrifstofa sumarið 2014. Fyrri hluti spurningalistans samanstóð af spurningum um bakgrunn þátttakenda, reynslu og mikilvægi hvataferða í starfi þeirra. Seinni hlutinn byggðist á spurningum þar sem þátttakendur voru beðnir um að leggja mat sitt á ákvarðandi þætti með tilliti til vals á áfangastað fyrir hvataferðir viðskiptavina þeirra. Þátttakendur voru svo beðnir um að leggja mat á sömu þætti með tilliti til Íslands. Til grundvallar spurningalistanum var horft til líkans Crouch og Ritchie frá árinu 1999 um samkeppnishæfni áfangastaða. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ekki er marktækur munur á almennu mati þátttakenda á ákvarðandi eiginleikum þegar meðaltöl voru borin saman við mat á sömu eiginleikum um Ísland. Styrkleikar Íslands eru ábyrg samstarfsfyrirtæki, ímynd Íslands, öryggi ferðamanna og aðgengi að náttúru og áhugaverðum stöðum. ...