Hér er langafi, um langafa, frá langafa til mín

Fimm kynslóðir eiga það sameiginlegt að hafa stundað fjárbúskap og alist upp á sama staðnum í Aðaldal í Suður Þingeyjarsýslu, þó á mismunandi tíma og við gjörólíkar aðstæður. Á fyrri helming 20. aldar upplifði Kristján Jóhannesson tíma þar sem veruleikinn einkenndist af hræðslu við mögulegan skort e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðfinna Árnadóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20146
Description
Summary:Fimm kynslóðir eiga það sameiginlegt að hafa stundað fjárbúskap og alist upp á sama staðnum í Aðaldal í Suður Þingeyjarsýslu, þó á mismunandi tíma og við gjörólíkar aðstæður. Á fyrri helming 20. aldar upplifði Kristján Jóhannesson tíma þar sem veruleikinn einkenndist af hræðslu við mögulegan skort eða lífshættulega smitsjúkdóma, bæði í dýrum og fólki. Síðar á 20. öldinni urðu umbætur í heilbrigðisþjónustu og almenn tækniþróun sem leiddu af sér betri lífsskilyrði eins og t.d. rafmagn og fjarskiptabúnað. Þessi breyting gerði alla heimilismeðlimi Kristjáns hamingjusamari, öruggari í lífi sínu og störfin auðveldari. Það var einmitt þessi tækni sem leiddi af sér m.a. breytt hlutverk barna í sveitum, hafði áhrif á samskipti manna, konur urðu sjálfstæðari og síðast en ekki síst breyttust framleiðsluhættirnir. Býlunum fækkaði en önnur stækkuðu í takt við kapítalískt framleiðslukerfi og þar með varð fólksfjölgun möguleg. Það hafði áhrif á stöðu bænda, því í krafti fjöldans er auðvelt að hafa áhrif á neyslumunstur og þar með framleiðslu. Bændur í Aðaldal telja að við hlið fólksfjölgunar og hnattrænnar hlýnunar gætu bændur í framtíðinni haft aukna möguleika fyrir fjölbreyttara landbúnaðarsamfélag en rómantíski hugurinn sem áður var stanslaust að finna leiðir til að spara og drýgja hey og fæðu heimilismanna, einkennist nú af samfélagi sem stýrist af markaði og neyslu, eftirspurn og framboði. For five generations, a single family has raised sheep on the same farm located in the valley of Aðaldalur, in the north of Iceland. But the times have changed and the conditions with them. In the early 20th century, Kristján Jóhannesson lived in a time characterized by fear of food shortages and deadly communicable diseases, preying on their livestock or themselves. Later during the 20th century, advances in technology and health care, such as electricity, radio and telephones, led to improved living conditions which made the life of every family-member happier and safer, as well as making their work easier. Important changes these ...