List í opinberu rými : sagan á bak við útilistaverk Reykjavíkurborgar

Markmið rannsóknarinnar var að safna saman upplýsingum um ákveðin útilistaverk í Reykjavík sem sýna þá þróun sem orðið hefur á uppsetningu þeirra frá árinu 1875 til dagsins í dag. Tilgangurinn er að auka þekkingu á sögu og þróun listaverka í opinberu rými og varpa ljósi á gildi þeirra í samtímanum....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svana Friðriksdóttir 1951-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20137
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að safna saman upplýsingum um ákveðin útilistaverk í Reykjavík sem sýna þá þróun sem orðið hefur á uppsetningu þeirra frá árinu 1875 til dagsins í dag. Tilgangurinn er að auka þekkingu á sögu og þróun listaverka í opinberu rými og varpa ljósi á gildi þeirra í samtímanum. Rannsóknarspurningin, sem leitast var við að svara, er: Hver er saga þróunar útilistaverka í Reykjavík og uppsetningar þeirra frá því árið 1875 til dagsins í dag? Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum þar sem gögnum um útilistaverk í Reykjavík var safnað með vettvangsathugun. Í ritgerðinni er fjallað um mikilvægi lista í samfélaginu. Einnig er tæpt á sögu höggmyndalistar frá upphafi og saga útilistaverka í Reykjavík er skoðuð frá því fyrsta verkið var sett upp árið 1875 til okkar daga. Aðaláherslan er á höggmyndir og minnismerki, þau eru skoðuð og sett í sögulegt samhengi. Flest verkin hafa verið sett upp á nokkuð afmörkuðu svæði í elsta hluta Reykjavíkur. Í rannsóknarvinnunni er leitast við að varpa ljósi á þá þróun, sem orðið hefur á framsetningu listaverka í opinberu rými, og þær breytingar sem almennt hafa orðið á útilistaverkum. Helstu niðurstöður eru að útilistaverk eru ekki uppi á stalli eins og reglan var hér áður, nú eru þau komin á gólfið eða jörðina í orðsins fyllstu merkingu. Nokkur listaverk í Reykjavík eru dæmi um þá þróun. Áður horfði fólk upp til listaverks sem komið hafði verið fyrir á stalli og stallurinn stundum girtur af þannig að fólk komst ekki í nánd við verkið en nú getur fólk jafnvel gengið á listaverkinu þótt það sé minnisvarði um einstakling. Með árunum hefur fjarlægðin milli listaverka og almennings minnkað og listin þar af leiðandi færst nær því að vera almenningseign.