„Samvinna er það sem mér finnst vænt um í stjórnun skólans okkar” : millistjórnendur í framhaldsskólum og mikilvægir þættir í starfi þeirra

Markmiðið með rannsókninni var að fá fram sýn á starf millistjórnenda í framhaldsskólum. Höfundur kannaði hvað felst í hlutverki þeirra, hvort millistjórnendur viðhafi kennslufræðilega forystu eða dreifða forystu, hvað hefur áhrif á starfsánægju þeirra og hvaða þætti þeir töldu mikilvæga í starfi sí...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorbjörg Ragnarsdóttir 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20085
Description
Summary:Markmiðið með rannsókninni var að fá fram sýn á starf millistjórnenda í framhaldsskólum. Höfundur kannaði hvað felst í hlutverki þeirra, hvort millistjórnendur viðhafi kennslufræðilega forystu eða dreifða forystu, hvað hefur áhrif á starfsánægju þeirra og hvaða þætti þeir töldu mikilvæga í starfi sínu og vinnuumhverfi. Tilgangur rannsóknarinnar var einnig að auka þekkingu á störfum millistjórnenda í framhaldsskólum. Með rannsókninni var leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvað telja millistjórnendur í framhaldsskólum að felist í hlutverki þeirra? Hverjar eru forystuáherslur þeirra og hvernig skilgreina þeir vald sitt og ábyrgð? Í hverju felst starfsánægja þeirra og hvaða þætti í starfsumhverfinu telja þeir mikilvæga? Við rannsóknina var ákveðið að nota eigindlega aðferð. Gagna var aflað með viðtölum við sex millistjórnendur, sem störfuðu við mismunandi framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni. Þátttakendur voru valdir með þægindaúrtaki og vilja til að taka þátt í rannsókninni. Helstu niðurstöður voru að millistjórnendur töldu að störf þeirra feli í sér mikla ábyrgð og að starfslýsing þeirra nái ekki yfir þau störf sem þeir gegna. Allir viðmælendur töldu að ábyrgð, vald og traust sem fylgir starfi þeirra vera mikilvæga þætti til að auka starfsánægju og vellíðan í starfi. Það var athyglisvert að komast að því, að starf millistjórnenda, forystuhlutverk og vald, sem þeir hafa var mjög mismunandi eftir framhaldsskólum, en það tengdist að einhverju leyti stærð skólanna, hefðum og menningu. Millistjórnendur voru mjög ánægðir í starfi, þrátt fyrir mikið vinnuálag. Starf millistjórnenda einkenndist af samvinnu, teymisvinnu, trausti og virðingu fyrir stjórnendum í skólunum, millistjórnendum og kennurum á hverjum vinnustað. Það má því álykta að þrátt fyrir mikla vinnu, mikið vinnuálag, fjölbreytilegt starfssvið og ábyrgð eru millistjórnendur ánægðir í starfi, enda kom í ljós í rannsókninni að starfsmannavelta í framhaldsskólum er mjög lítil. The objective of this study was to get a perspective of the role ...