Hálendisferð til fræðslu og þroska : greinargerð ásamt hugmyndum að verkefnum, viðfangsefnum og leikjum

Þetta verkefni skiptist í tvo hluta, annars vegar greinargerð og hins vegar skipulag hálendisferðar ásamt hugmyndum að verkefnum, viðfangsefnum og leikjum. Ferðin, ásamt verkefnum og öðru, er hugsuð fyrir nemendur á unglingastigi grunnskóla, 12 til 16 ára, og er ætlað að sameina nám og þroska unglin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurborg Sif Sighvatsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20034
Description
Summary:Þetta verkefni skiptist í tvo hluta, annars vegar greinargerð og hins vegar skipulag hálendisferðar ásamt hugmyndum að verkefnum, viðfangsefnum og leikjum. Ferðin, ásamt verkefnum og öðru, er hugsuð fyrir nemendur á unglingastigi grunnskóla, 12 til 16 ára, og er ætlað að sameina nám og þroska unglinga en það er margvíslegt nám sem á sér stað í hálendisferðum. Þá er ekki einungis átt við það formlega nám sem á sér stað, heldur einnig það óformlega. Í fræðilegri umfjöllun greinargerðarinnar er gerð grein fyrir lykilhugtökum er tengjast hálendisferðum sem eru útinám, reynslunám og ævintýranám. Rannsóknir voru skoðaðar hvað varðar hugtökin og hálendisferðirnar og viðtöl voru tekin við einn kennara Hólabrekkuskóla í Reykjavík og jafnframt einn af forsprökkum Hálendishópsins svonefnda. Var það gert til að fá fram mismunandi sjónarhorn við úrvinnslu verkefnasafns. Einnig má finna í greinargerðinni umfjöllun um Þórsmörk, staðinn sem hálendisferðin og verkefnin eru skipulögð í kringum. Í verkefnasafninu er fjallað um skipulag ferðarinnar en þar er að finna upplýsingar um útbúnað og áhöld, sem þurfa að vera meðferðis. Verkefnin sjálf eru einföld og hefðbundin en eru skipulögð með Þórsmerkursvæðið í huga. Niðurstöður rannsókna benda til að útinám geti haft jákvæð áhrif á líkamlegt heilbrigði barna, sjálfsmynd og sjálfstraust. Það geti líka haft örvandi áhrif á nám og auki áhuga, sköpunargleði og samskipti nemenda sín á milli og við kennara. Einnig kemur fram að ævintýranám hafi varanleg og veruleg áhrif á líf þátttakenda en ævintýranám fer fram í óbyggðum líkt og í Þórsmörk. Ævintýranám gerir nemendum kleift að þróa með sér líkamlega hæfni sem stuðlar að félagslegum þroska og/eða líkamlegri færni til útivistariðju og með reynslunámi öðlast nemendur reynslu og þekkingu sem þeir geta notað til að leysa raunveruleg verkefni. This thesis is divided into two sections, an academic article and an organized trip into the wilderness along with ideas for projects, tasks and games. This trip is for 12 to 16 year old students and is ...