Að hanna og standa fyrir leiklistarnámskeiði með þátttöku foreldra og barna

Efni ritgerðarinnar sem hér fylgir byggir á undirbúningi og framkvæmd leiklistarnámskeiðs sem haldið var fyrir börn úr fimmta bekk Ölduselsskóla og foreldra þeirra. Námskeiðið var tveggja daga helgarnámskeið þar sem unnið var með söguna ‚Litli ljóti andarunginn‘ eftir H.C. Andersen. Í fyrsta hluta g...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alda Arnardóttir 1960-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19981
Description
Summary:Efni ritgerðarinnar sem hér fylgir byggir á undirbúningi og framkvæmd leiklistarnámskeiðs sem haldið var fyrir börn úr fimmta bekk Ölduselsskóla og foreldra þeirra. Námskeiðið var tveggja daga helgarnámskeið þar sem unnið var með söguna ‚Litli ljóti andarunginn‘ eftir H.C. Andersen. Í fyrsta hluta greinargerðarinnar er fjallað um fræðilega nálgun á uppeldis- og menntakenningar. Þá er ljósi varpað á það sem skrifað hefur verið um gagnsemi leiklistar og leiklistar í kennslu auk þess sem skoðaðar eru rannsóknir á þátttöku foreldra í námi barna sinna. Því næst er fjallað um danskan leikhóp sem unnið hefur að leiklist með börnum og foreldrum. Í sérstökum kafla er gerð grein fyrir tengslum verkefnisins við Aðalnámskrá grunnskóla, grunnþætti menntunar, hæfniviðmið og lykilhæfni. Framkvæmd námskeiðsins sjálfs er síðan lýst í eins konar skýrsluformi, þar sem gerð er grein fyrir æfingunum og framvindu vinnunnar. Í lok ritgerðarinnar fer ég yfir helstu atriði rannsóknarvinnunnar og árangur námskeiðsins, jafnframt því að fara yfir hvaða lærdóm má draga af verkefninu og þróa framhald þess. The subject of this thesis is based on the preparation and implementation of a drama course which was held for children from the fifth grade of the elementary school Ölduselsskóli in Reykjavík and their parents. This was a weekend course where the participants worked with H.C. Andersens story, The Ugly Duckling‘. In the first part of the thesis there is a discussion on the theoretical approach to developmental and educational theories. Then light is shed on what has been written about the utility of drama in education, as well as research concerning the involvement of parents in their children's learning is examined. Following that comes a chapter about the Danish theatregroup Syvstjernen which has been doing dramacourses for children and their parents for many years. A separate section outlines the relationship of the project to the National Curriculum core educational themes, learning outcomes and key skills. Implementation of the ...