Moskumálið 2013: Ótti og andúð gegn byggingu mosku

Efni erindis og greinar minnar er orðræðan sem átti sér stað í fjölmiðlum, bæði hefðbundnum og félagsmiðlum, um áætlaða moskubyggingu í Reykjavík á vegum Félags múslíma á Íslandi, en þetta mál braust fram á haustdögum 2013. Samfélag múslíma á Íslandi er fámennt og hefur að mestu verið lítið áberandi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristján Þór Sigurðsson 1954-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19970
Description
Summary:Efni erindis og greinar minnar er orðræðan sem átti sér stað í fjölmiðlum, bæði hefðbundnum og félagsmiðlum, um áætlaða moskubyggingu í Reykjavík á vegum Félags múslíma á Íslandi, en þetta mál braust fram á haustdögum 2013. Samfélag múslíma á Íslandi er fámennt og hefur að mestu verið lítið áberandi í opinberri umræðu þar til haustið 2013. Þá má segja að einskonar siðræn skelfing (moral panic) hafi gripið um sig og fór í gang heit umræða, með og á móti moskubyggingunni. Stofnaðar voru tvær facebook síður þar sem mjög lífleg orðaskipti áttu sér stað, auk töluverðs fjölda aðsendra blaðagreina. Allir virtust hafa miklar skoðanir á málinu og voru skoðanaskipti oft skörp og stundum á mörkum hatursorðræðu. Útlendingahatur, íslamófóbía og annað í þeim dúr gaus upp og átakalínur um hverjir væru velkomnir og hverjir ekki á Íslandi skýrðust. Fjölmenningarsinnar og þjóðernissinnar tókust á opinberlega. Það hafði verið moska í Reykjavík í mörg ár en þegar fréttin um að Borgin hefði útvegað lóð til moskubyggingar, varð „fjandinn laus“, ef svo má að orði komast. Ég mun gera grein fyrir orðræðunni sem fór í gang við þessar fréttir og bera saman við hliðstæður annars staðar á Vesturlöndum og ræða hugtakið siðræn skelfing.