Viðhorf nemenda í 10. bekk til bóknáms og starfsnáms í framhaldsskóla

Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf nemenda í 10. bekk til bóknáms og starfsnáms í framhaldsskólum á Íslandi, með tilliti til kyns, búsetu og menntunar foreldra. Spurningalisti var lagður fyrir 173 nemendur, vorið 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nemendum í 10. bekk líki...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Björg Karlsdóttir 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19897
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf nemenda í 10. bekk til bóknáms og starfsnáms í framhaldsskólum á Íslandi, með tilliti til kyns, búsetu og menntunar foreldra. Spurningalisti var lagður fyrir 173 nemendur, vorið 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nemendum í 10. bekk líki betur við verklegar greinar í grunnskóla en bóklegar. Einnig kom fram að hærra hlutfall stelpna, en stráka líkar betur við bóklegar greinar en verklegar í grunnskóla. Hærra hlutfall nemenda á landsbyggðinni líkaði betur við verklegar greinar, en bóklegar og stefna frekar á starfsnám, samanborið við nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur sem áttu móður eða föður með háskólapróf voru líklegri til að stefna á bóknám, samanborið við nemendur sem áttu móður eða föður með grunnskólapróf. Næstum allir nemendur sem líkaði betur við bóklegar greinar töldu líklegt að þeir myndu velja bóknámsbraut í framhaldsskóla. Aftur á móti taldi einungis tæpur helmingur þeirra sem líkaði betur við verklegar greinar að þeir myndu velja starfsnám. Niðurstöður leiddu í ljós að samanborið við bóknám töldu nemendur að starfsnám gæfi meiri náms- og starfsmöguleika og að það ýti frekar undir færni til samskipta og samvinnu. Niðurstöður rannsóknarinnar renna styrkari stoðum undir mikilvægi fræðslu og ráðgjafar um námsframboð í framhaldsskólum á Íslandi, eins og ýmsar rannsóknir hafa bent á. The aim of the study was to explore attitudes of students in the 10th grade in Iceland toward general and vocational studies in upper secondary school with consideration of differences according to gender, residence (urban/rural area) and the educational background of their parents. A questionnaire was administered to 173 students, in spring 2013. The results of the study indicate that more students in tenth grade preferred vocational studies to general studies. More girls than boys had a greater liking for general studies over vocational studies during grammar school. A higher percentage of students from rural areas prefer vocational studies and were ...