Sameining leikskóla Reykjavíkurborgar. Upplifun starfsmanna

Árið 2011 urðu miklar breytingar í skólaumhverfi barna í Reykjavík. Starfshópur var myndaður til að meta og koma með tillögur að samrekstri eða sameiningum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Í ritgerðinni eru gerð skil á nokkrum sjónarmiðum sem tengjast sameiningum, einstaklingum á vinnustað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Björk Einarsdóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19830
Description
Summary:Árið 2011 urðu miklar breytingar í skólaumhverfi barna í Reykjavík. Starfshópur var myndaður til að meta og koma með tillögur að samrekstri eða sameiningum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Í ritgerðinni eru gerð skil á nokkrum sjónarmiðum sem tengjast sameiningum, einstaklingum á vinnustað og hvaða áhrif miklar breytingar geta haft á líðan þeirra í stórum breytingum. Þrátt fyrir mikla óánægju foreldra, starfsfólks og þeirra sem tengjast skólaumhverfi barna, gagnvart sameiningunum voru þær keyrðar í gegn. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líðan og upplifun starfsfólk leikskóla sem sameinuðust. Eigindleg aðferðarfræði var notuð til að fá sem bestu mynd af upplifun starfsmanna sem eru enn starfandi í leikskólum sem sameinuðust. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að í upphafi var frekar mikil óánægja og óvissa meðal starfsmanna sem einkenndi andrúmsloft í leikskólum í sameiningarferlinu. Mikið álag var vegna breytinganna, hvort sem það var hjá leikskólastjórum, deildarstjórum eða almennu starfsfólki. Óvissu og óánægju starfsmanna má rekja til lélegs upplýsingaflæðis af hálfu Reykjavíkurborgar og lítillar þátttöku starfsmanna í sameiningunni. Starfsfólki fannst mannlegi þátturinn hafa verið vanræktur og lítið tillit hefði verið tekið til þeirra. Einnig var mikil óánægja starfsfólks vegna vinnubragða af hálfu Reykjavíkurborgar, en að mati starfsfólks hefði þurft meiri undirbúning og skýrara verklag vegna sameininganna. Þrátt fyrir miklar breytingar í starfi, er starfsfólk almennt ánægt með stöðuna í dag en því má eflaust þakka þrautseigju, jákvæðni og viljastyrk starfsmanna.