Staða íslenska fjarskiptaklasans. Er formgert klasasamstarf til þess fallið að efla framleiðni íslenska fjarskiptaklasans?

Klasahugmyndafræðin og aðferðafræði formgerðs klasasamstarf hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi síðustu ár líkt og víða annars staðar í heiminum. Klasi er samstarfsvettvangur sem hefur það markmið að ná tiltekum árangri. Heildarvirði klasa er meira en samanlagt virði þeirra skipulagsheilda s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ottó Valur Winther 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19829
Description
Summary:Klasahugmyndafræðin og aðferðafræði formgerðs klasasamstarf hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi síðustu ár líkt og víða annars staðar í heiminum. Klasi er samstarfsvettvangur sem hefur það markmið að ná tiltekum árangri. Heildarvirði klasa er meira en samanlagt virði þeirra skipulagsheilda sem hann mynda. Íslenski fjarskiptaklasinn sem heild stendur frammi fyrir miklum áskorunum. Engin skipulögð formgerð samvinna á sér stað innan klasans í dag. Markmiðið með þessari rannsókn er að svara því hvort formgert klasasamstarf sé til þess fallið að auka framleiðni íslenska fjarskiptaklasans. Tekin voru tólf viðtöl við stjórnendur og áhrifafólk úr fjarskiptaklasanum, þar af átta frá markaðsfyrirtækjum, tveir frá tengdum klösum, einn frá sérfræðifyrirtæki og einn frá stjórnvöldum. Jafnframt var lögð fyrir þá könnun. Rannsóknin er lýsandi raundæmisrannsókn þar sem fjarskiptaklasinn er greindur með eigindlegri og megindlegri aðferðafræði. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í stuttu mála þær að íslenski fjarskiptaklasinn er ekki virkur klasi. Lítil samskipti eru milli hagsmunaaðila, sem viðmælendur töldu mikilvægt að bæta. Fyrirtækin í klasanum standa fram fyrir miklum og vaxandi samkeppniskröftum sem ógna fjárhagslegri afkomu og fjárfestingargetu. Samkeppni vex erlendis frá. Forgangsröðun verkefnahópa í mögulegu fjarskiptaklasasamstarfi er áþekk áherslum í starfandi klösum víða um heim. Forgangsáherslur klasans yrðu að byggja upp traust, bæta framleiðni og ná saman um framtíðarsýn. Viðmælendur voru almennt jákvæðir gagnvart formgerðu samstarfi í klasanum. Cluster theory and the methodology of formal cluster initiatives has been emerging in Iceland in recent years like in other parts of the world. A cluster is an alliance which aim is to achieve specific results. The total value of a cluster is more than the combined individual value of its members. The Icelandic Telecommunications Cluster (ITC) is facing challenges. Organized collaboration does not occur within the cluster today. The aim of this study is to answer ...