Hrós er alþjóðlegt: Upplifun stjórnenda á aðlögun erlendra starfsmanna þeirra að fyrirtækjamenningu í þjónustufyrirtækjum á suðvesturhorni Íslands

Stjórnunarfræðin hefur þróast mikið síðustu áratugi og staðist tímans tönn. Fjöldi rannsókna og kenninga um fyrirbærið hafa gegnt þeim tilgangi að aðstoða núverandi stjórnendur við að betrumbæta stjórnunarhæfileika sína á vinnustöðum nútímaskipulagsheilda. Megintilgangur þessarar ritgerðar er að sva...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fanney Einarsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19780
Description
Summary:Stjórnunarfræðin hefur þróast mikið síðustu áratugi og staðist tímans tönn. Fjöldi rannsókna og kenninga um fyrirbærið hafa gegnt þeim tilgangi að aðstoða núverandi stjórnendur við að betrumbæta stjórnunarhæfileika sína á vinnustöðum nútímaskipulagsheilda. Megintilgangur þessarar ritgerðar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun stjórnenda á aðlögun erlendra starfsmanna, þegar kemur að fyrirtækjamenningu í þjónustufyrirtækjum þeirra. Upplifun þeirra sem rætt var við vegna rannsóknar á að veita nútímastjórnendum ákveðna innsýn í, og leiðbeiningu um, hvernig best sé að haga aðlögunarferli erlendra starfsmanna og stjórnuninni á fjölmenningarlegum vinnustöðum. Rannsóknin var unnin með fyrirbærafræðilegri aðferð í þeim tilgangi að skyggnast betur inn í heim stjórnenda. Fyrirbærafræðileg aðferð var talin vera besta leiðin til að öðlast dýpri skilning á reynsluheimi viðmælendanna og að skilja betur upplifun þeirra í samræmi við rannsóknarspurninguna. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendurnir upplifðu aðlögun erlendra starfsmanna sem krefjandi og langvarandi verkefni. Hins vegar virtust viðmælendurnir búa yfir vissri vanþekkingi á hugtakingu fyrirtækjamenningu, sem gaf í skyn að þeir ættu erfitt með að túlka sjálft aðlögunarferlið. Aftur á móti voru nokkrir áhrifaþættir sem þeir töldu hefta aðlögun starfsmanna þeirra og voru þeir: Íslensk menning, íslenskt tungumál, samskipti, aðlögun og fordómar. Þessir þættir höfðu neikvæð áhrif á sjálft aðlögunarferlið að mati viðmælendanna og virtist íslenska tungumálið og siðvenjur íslenskrar menningar oft og tíðum vera erlenda vinnuaflinu ofviða. Hegðun starfskraftsins einkenndist af miklu óöryggi og minnimáttarkennd. Að mati viðmælendanna var mikilvægast að skapa jákvætt og hvatningsríkt umhverfi til að auðvelda aðlögunarferlið, þ.e.a.s. hvetja til samvinnu og vináttu milli samstarfsaðila til að draga úr einangrun og óöryggi í fari þeirra. Þrátt fyrir ýmsar hindranir voru viðmælendurnir á þeirri skoðun að fjölbreytileiki innan heildanna veitti þeim ...