Hlutverk aðstoðarskólastjóra sem kennslufræðilegir leiðtogar í grunnskólum

Markmið rannsóknarinnar var að skoða starf aðstoðarskólastjóra í grunnskólum á Íslandi og öðlast skilning á hlutverki og skyldum þeirra sem kennslufræðilegir leiðtogar. Rannsóknir á starfi aðstoðarskólastjóra eru almennt af skornum skammti og á það einnig við á Íslandi. Því er ljóst að þörf er fyrir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rafn Markús Vilbergsson 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19666
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða starf aðstoðarskólastjóra í grunnskólum á Íslandi og öðlast skilning á hlutverki og skyldum þeirra sem kennslufræðilegir leiðtogar. Rannsóknir á starfi aðstoðarskólastjóra eru almennt af skornum skammti og á það einnig við á Íslandi. Því er ljóst að þörf er fyrir slíka rannsókn. Rannsóknarspurningin sem lá til grundvallar rannsókninni var: Hvaða hlutverk og skyldur er aðstoðarskólastjórum falið sem kennslufræðilegir leiðtogar í grunnskólum á Íslandi? Stuðst var við blandaða rannsóknaraðferð (e. mixed method research). Rannsóknin byggir annars vegar á greiningu á fyrirliggjandi megindlegum gögnum og hins vegar á eigindlegri viðtalsrannsókn þar sem tekin voru átta viðtöl við aðstoðarskólastjóra í heildstæðum grunnskólum í sex sveitarfélögum á suðvesturhluta landsins. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um almennt hlutverk aðstoðarskólastjóra í grunnskólum á Íslandi auk þess sem þær varpa ljósi á hversu mikið aðstoðarskólastjórar sinna kennslufræðilegri forystu. Niðurstöðurnar virðast benda til þess að almenn ánægja sé með starfshætti aðstoðarskólastjóra og einnig upplifa þeir sjálfir jákvætt viðhorf gagnvart sjálfum sér. Hlutverk aðstoðarskólastjóra er mjög fjölbreytt. Flestir aðstoðarskólastjóranna sjá um forföll og mikill tími fer í fundarhöld og að sinna agamálum. Aðstoðarskólastjórarnir fylgjast lítið sem ekkert með kennslu á vettvangi en almennt finnst þeim þeir hafa jákvæð áhrif á kennsluhætti og námsárangur nemenda. Aðstoðarskólastjórarnir leggja áherslu á traust og góð samskipti. Þau málefni sem kennarar ræða við aðstoðarskólastjóra eru af fjölbreyttum toga en aðallega ræða þeir um agamál, námslega getu nemenda og samskipti við foreldra. Helstu niðurstöður eru í takt við fyrri rannsóknir þar sem kemur fram að fjölbreytileiki starfsins er mjög mikill og að í núverandi skipulagi er lítill tími eftir fyrir kennslufræðilega forystu. Stjórnunarleg verkefni virðast halda aðstoðarskólastjórunum frá kennslustofunni og námsefninu. Flestir aðstoðarskólastjóranna segjast ...