„Bara fimm mínútur í viðbót.“ Lýsing unglinga af samskiptum um netnotkun

Rannsókn þessi beinist að netávana unglinga og þeim áskorunum sem fjölskyldan stendur frammi fyrir vegna hans. Fjölmargar fræðigreinar taka til þess vanda sem hlýst af mikilli notkun netsins og aðrar fræðigreinar mætast í rannsóknum á honum. Hér er sjónum beint að netávana unglinga út frá sjónarhóli...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólína Freysteinsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19640
Description
Summary:Rannsókn þessi beinist að netávana unglinga og þeim áskorunum sem fjölskyldan stendur frammi fyrir vegna hans. Fjölmargar fræðigreinar taka til þess vanda sem hlýst af mikilli notkun netsins og aðrar fræðigreinar mætast í rannsóknum á honum. Hér er sjónum beint að netávana unglinga út frá sjónarhóli fjölskyldufræða en talið er að hún gegni veigamiklu hlutverki hvað netávana snertir. Greiningin byggir á gögnum sem safnað var hér á landi vegna eigindlega hluta Evrópurannsóknarinnar EU NET ADB. Viðtöl voru tekin við þrettán unglinga á aldrinum 14-17 ára sem sýna merki um netávana. Tilgangur þessarar rannsóknar er að öðlast betri skilning á samskiptum unglinga og foreldra hvað netávana snertir með það að markmiði að sjá hvernig hægt er að styrkja fjölskyldur í að takast á við netávana. Helstu niðurstöður eru þær að unglingar telja sig eyða of miklum tíma á netinu sem bitnar á skóla og félagslífi og komi niður á samskiptum við foreldra. Jafnframt telja unglingar foreldra sína óánægða með netnotkun þeirra og hafa skilning á að foreldrar setji þeim mörk hvað það varðar. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja við mikilvægi þess hlutverks sem fjölskyldan gegnir er varðar netávana unglinga og varpa ljósi á mikilvægi þess að foreldrar fái stuðning í foreldrahlutverki sínu. Lykilorð: Netávani, netnotkun, fjölskyldufræði, fjölskyldumeðferð, uppeldishlutverk. Challenges faced by individuals and families because of internet addiction in adolescents has become a growing research area. This study focuses on internet addiction in adolescents and how it impacts family relationships. It is based on interviews taken with thirteen adolescents, aged 14-17, who showed signs of internet addictive behavior. The data came from the qualitative research part of the EU NET ADB study, where Iceland was one of the participants. The research looks at internet addiction through the viewpoint of family studies. The aim of this study is to yield better understanding of parent-child communication with the goal of identifying means to support ...