Sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ á árunum 1994-2014. Þróun á fylgi flokka, áhrif sameiningar, reikniaðferð atkvæða og bakgrunnseinkenni kjörinna bæjarfulltrúa

Í þessu lokaverkefni verður farið yfir nokkur megineinkenni sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ frá því að Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994 fram til ársins 2014. Svarað verður hvort fylgi flokka hafi þróast í Reykjanesbæ frá árinu 1994 til 2014 og hvor...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Ósk Jónasdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19585
Description
Summary:Í þessu lokaverkefni verður farið yfir nokkur megineinkenni sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ frá því að Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994 fram til ársins 2014. Svarað verður hvort fylgi flokka hafi þróast í Reykjanesbæ frá árinu 1994 til 2014 og hvort að ástæða sé til að ætla að sameiningin hafi breytt valdahlutföllum á milli stjórnmálaflokka í bæjarfélaginu. Í viðleitni til að svara þeirri spurningu eru úrslit kosninga í Keflavík og Njarðvík á árunum 1986 og 1990 skoðuð til hliðsjónar, meðal annars verða úrslit tekin saman eins og um eitt sveitarfélag sé að ræða. Það er gert til að sjá hvaða áhrif sameining þessara sveitarfélaga hafði árið 1994. Bakgrunnseinkenni kjörinna bæjarfulltrúa á fyrrnefndu tímabili verða skoðuð með það í huga hvort greina megi breytingar á þróun þeirra. Þær bakgrunnsbreytur sem rýnt verða í eru aldur, menntun og kyn. Kynjabreytan er skoðuð sérstaklega með þróun kynjahlutfalls á landsvísu til hliðsjónar. Þróun kjörsóknar í Reykjanesbæ á árunum 1986-2014 verður skoðuð með þróun kjörsóknar til sveitarstjórna á landsvísu til hliðsjónar og að lokum verður reikniaðferð St. Lägue beitt til að svara því hvort að beiting þeirrar reikniaðferðar hefði breytt niðurstöðum úrslita kosninganna á árunum 1986-2014. Til að svara þeirri spurning hefur höfundur reiknað út úr niðurstöðum kosninga á árunum 1986-2014 út frá reikniaðferð St. Lägue til að sjá hvort munur sé á fulltrúafjölda á milli flokka eftir því hvor reikniaðferðin er notuð, en almenna reglan hérlendis er að reikna út frá reikniaðferð d’Hondt. Fylgi flokka hefur þróast í Reykjanesbæ á því tímabili sem er til skoðunar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig fylgi frá því árið 1994 og setið við stjórnvöllinn allan tímann þar til í kosningunum árið 2014 þegar flokkurinn missti töluvert fylgi. Óhætt er að áætla að sameining hafi breytt valdahlutföllum stjórnmálaflokka í bænum. Í sameinuðu sveitarfélagi árið 1986 hefði Alþýðuflokkur til að mynda ekki haft hreinan meirihluta eins og hann hafði í ...