Siðfræði í samningaviðræðum

Rannsóknarverkefnið snýst um siðfræði samningaviðræðna. Ólíkir samningsaðilar nálgast samningaviðræður á ólíkan hátt. Sumir eru reiðubúnir að gera allt til þess að ná góðum samningi, jafnvel að blekkja og ljúga, en aðrir telja rétt að hafa siðferðileg gildi í hávegum í slíkum aðstæðum. Flestir eru þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elmar Hallgríms Hallgrímsson 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19584
Description
Summary:Rannsóknarverkefnið snýst um siðfræði samningaviðræðna. Ólíkir samningsaðilar nálgast samningaviðræður á ólíkan hátt. Sumir eru reiðubúnir að gera allt til þess að ná góðum samningi, jafnvel að blekkja og ljúga, en aðrir telja rétt að hafa siðferðileg gildi í hávegum í slíkum aðstæðum. Flestir eru þó sammála um að einhver siðferðileg viðmið gilda í samningaviðræðum. Áhugavert er því að kortleggja ýmsar samningsaðferðir sem telja verður siðferðilega vafasamar. Markmið rannsóknarinnar er að varpa skýrara ljósi á siðferðilegar nálganir í samningaviðræðum. Nokkrar leiðir verða farnar að viðfangsefninu. Fyrst verður gerð almenn fræðileg grein fyrir siðfræði og siðferðilegum kenningum og skoðað stuttlega hvaða ljósi slíkar kenningar varpa á álitaefni í samningaviðræðum. Í öðru lagi er gerð grein fyrir tengslum laga og siðferðis og íslensk löggjöf um samningaviðræður skoðuð, m.a. út frá siðferðilegum viðmiðum. Í þriðja hluta ritgerðarinnar er gerð tilraun til að kortleggja þau siðferðilegu álitamál sem koma upp í samningaviðræðum og verður þar horft til alþjóðlegra rannsókna og fræðiskrifa. Í fjórða hluta ritgerðarinnar er lýst rannsókn sem framkvæmd var í tilefni ritgerðaskrifanna. Spurningalisti var lagður fyrir MBA nemendur við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík um ýmiss konar siðferðileg álitamál í samningaviðræðum. Er niðurstöðum þeirrar rannsóknar lýst og þær greindar m.a. með samanburði við erlenda rannsókn á nemendum í MBA námi við Ríkisháskólann í Ohio (Ohio State University). Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að afstaða fræðimanna til beitingu siðferðilega vafasamra aðferða í samningaviðræðum eru ekki á einn veg. Til að mynda telja sumir að blekkingar séu réttlætanlegar í samningaviðræðum en aðrir að slík háttsemi eigi aldrei rétt á sér. Lítill munur kom fram á siðferðilegri afstöðu í samningaviðræðum á milli MBA nemenda við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Sama niðurstaða var ef MBA nemendurnir sem stunduðu nám hér á landi voru flokkaðir eftir kynferði og starfsreynslu. Hins vegar bar nokkuð á ...