Stýrinet í íslenskri stjórnsýslu. Rafræn byggingargátt

Í þessari rannsókn var sjónum beint að innleiðingu og framkvæmd stefnu stjórnvalda um eftirlit með mannvirkjagerð á Íslandi með nýjum lögum um mannvirki nr. 160/2010 og framkvæmd þeirra. Bakgrunnur og tilurð lagasetningarinnar var kannaður ásamt framkvæmd laganna sem er í höndum nýrrar stofnunar, Ma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjargey Guðmundsdóttir 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19574
Description
Summary:Í þessari rannsókn var sjónum beint að innleiðingu og framkvæmd stefnu stjórnvalda um eftirlit með mannvirkjagerð á Íslandi með nýjum lögum um mannvirki nr. 160/2010 og framkvæmd þeirra. Bakgrunnur og tilurð lagasetningarinnar var kannaður ásamt framkvæmd laganna sem er í höndum nýrrar stofnunar, Mannvirkjastofnunar. Til þess að Mannvirkjastofnunin gæti sinnt nýju hlutverki þurfti að leita nýrra leiða í bæði tilhögun eftirlitsins en einnig í framkvæmdinni sjálfri. Í lögunum er kveðið á um að stofnunin skuli koma upp gagnasafni um allar byggingaframkvæmdir á landinu sem hefur fengið nafnið Rafræn byggingargátt. Gerð og innleiðingu Rafrænnar byggingargáttar kallaði á samvinnu margra aðila og á nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. Stýrinet (e. governance network) hefur verið myndað um verkefnið en stýrinet er nýlegt fyrirbæri sem skilgreint er samkvæmt Koliba (2011) sem samstarfsvettvangur aðila sem vinna að framkvæmd og stefnumótun hins opinbera. Hér verður skoðað hvernig tiltekið stýrinet myndaðist og dregin upp mynd af virkni þess í ljósi fræðikenninga um stýrinet og tilurð þeirra. Markmiðið með rannsókninni var að draga lærdóm af því hvernig þau myndast, virkni þeirra og hvað einkennir þau. Rannsóknin er tilviksrannsókn og var gerð með blönduðum rannsóknaraðferðum. Gagna var aflað með þrennum hætti, í rituðum heimildum, með viðtölum og í spurningakönnun meðal þátttakenda í vinnu stýrinetsins um Rafræna byggingargátt. Við greiningu á vinnu stýrinetsins var notast við greiningaramma til þess að kortleggja og flokka virkni þess og einkenni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að stýrinetið um Rafræna byggingargátt myndaðist þegar þörf var á skilvirku flæði þekkingar og samstarfi þvert á hefðbundnar valdaleiðir. Það sem einkennir stýrinetið er að því er stýrt frekar en stjórnað með boðvaldi, og niðurstöður eru fengnar með samræðum og samvinnu milli þátttakenda. The focus of this research was on the introduction and implementation of public policy in regulation of the construction industry in Iceland with the ...